Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2023 12:17 Xi Jinping, forseti Kína, hefur samkvæmt Bandaríkjamönnum skipað forsvarsmönnum kínverska hersins að vera tilbúnir til innrásar í Taívan fyrir árið 2027. AP/Jack Taylor Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. Bandaríkjamenn hafa áður sagt að Xi hafi skipað forsvarsmönnum kínverska hersins að vera tilbúnir í að ráðast á Taívan fyrir árið 2027, þó engin ákvörðun um innrás hafi verið tekin. Burns ítrekaði það í gær og sagði hann að Xi væri staðráðinn í því að ná stjórn á Taívan, hvort sem það væri með valdi eða ekki. „Ég held að okkar mat sé það, og það hefur verið opinberað, að Xi forseti hefur skipað hernum, forsvarsmönnum hersins, að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. En það þýðir ekki að hann hafi ákveðið að gera innrás, þá eða á öðru ári,“ sagði Burns í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði hann einnig að Xi og leiðtogar hersins hefðu efasemdir um hvort þeir gætu náð tökum á Taívan með hervaldi. Heita sameiningu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa á undanförnum árum gengið í gegnum mikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Það höfðu Rússar einnig gert fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Til að ráðast á Taívan þyrftu Kínverjar að flytja mikinn herafla minnst 130 kílómetra yfir sundið á milli ríkjanna. Þá hafa yfirvöld í Taívan haft áratugi til að víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda þessum herafla. Efast vegna slæms gengis Rússa Burns sagði í áðurnefndu viðtali að slæmt gengi Rússa og viðbrögð annarra ríkja við innrásinni hefði aukið á efasemdir Kínverja. „Ég held, að þar sem þeir hafa fylgst með gengi Pútíns í Úkraínu, að það hafi aukið á efasemdir þeirra,“ sagði Burns. Hann sagði að hættan á innrás í Taívan myndi aukast þegar líður á þennan áratug og vakta þurfi ástandið mjög vel. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Innrás Rússa í Úkraínu hefur einnig breytt sjónarmiði Bandaríkjamanna. Fregnir bárust af því í haust að greiningar starfsmanna Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefðu sýnt að Taívan yrði líklega einangrað um tíma, komi til innrásar, og að koma þyrfti fyrir miklum birgðum af vopnum á eyjunni, áður en innrásin yrði gerð. Kína Taívan Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. 21. febrúar 2023 16:21 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11. janúar 2023 07:28 Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. 9. janúar 2023 11:56 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Bandaríkjamenn hafa áður sagt að Xi hafi skipað forsvarsmönnum kínverska hersins að vera tilbúnir í að ráðast á Taívan fyrir árið 2027, þó engin ákvörðun um innrás hafi verið tekin. Burns ítrekaði það í gær og sagði hann að Xi væri staðráðinn í því að ná stjórn á Taívan, hvort sem það væri með valdi eða ekki. „Ég held að okkar mat sé það, og það hefur verið opinberað, að Xi forseti hefur skipað hernum, forsvarsmönnum hersins, að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. En það þýðir ekki að hann hafi ákveðið að gera innrás, þá eða á öðru ári,“ sagði Burns í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði hann einnig að Xi og leiðtogar hersins hefðu efasemdir um hvort þeir gætu náð tökum á Taívan með hervaldi. Heita sameiningu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa á undanförnum árum gengið í gegnum mikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Það höfðu Rússar einnig gert fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Til að ráðast á Taívan þyrftu Kínverjar að flytja mikinn herafla minnst 130 kílómetra yfir sundið á milli ríkjanna. Þá hafa yfirvöld í Taívan haft áratugi til að víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda þessum herafla. Efast vegna slæms gengis Rússa Burns sagði í áðurnefndu viðtali að slæmt gengi Rússa og viðbrögð annarra ríkja við innrásinni hefði aukið á efasemdir Kínverja. „Ég held, að þar sem þeir hafa fylgst með gengi Pútíns í Úkraínu, að það hafi aukið á efasemdir þeirra,“ sagði Burns. Hann sagði að hættan á innrás í Taívan myndi aukast þegar líður á þennan áratug og vakta þurfi ástandið mjög vel. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Innrás Rússa í Úkraínu hefur einnig breytt sjónarmiði Bandaríkjamanna. Fregnir bárust af því í haust að greiningar starfsmanna Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefðu sýnt að Taívan yrði líklega einangrað um tíma, komi til innrásar, og að koma þyrfti fyrir miklum birgðum af vopnum á eyjunni, áður en innrásin yrði gerð.
Kína Taívan Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. 21. febrúar 2023 16:21 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11. janúar 2023 07:28 Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. 9. janúar 2023 11:56 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. 21. febrúar 2023 16:21
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56
Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11. janúar 2023 07:28
Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. 9. janúar 2023 11:56
Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00