Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2023 13:51 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er í minnihluta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hún segir enn alltof mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að láta gott heita. Of mikið sé undir og minnihluti nefndarinnar telur ríka þörf á að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á hinni undeildu sölu. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. Þar er þess enn krafist, og færð fyrir því ítarleg rök, að bráð nauðsyn sé á því að skipuð verði sérleg Rannsóknarnefnd Alþingis sem fari í saumana á sölunni sem meðal annars vakti athygli fyrir þær sakir að faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, er meðal kaupenda. Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Í nefndaráliti minnihlutans er meðal annars komið inn á að Bjarni hafi ekki búið svo um hnúta, þó hann segist hafa haft uppi tilmæli þess efnis að „sitt fólk“ myndi ekki kaupa hluti í útboðinu, að svo yrði ekki. Það bendi til þess að hann hafi vitað að með því væri hæfi hans sem þess sem stýrði sölunni teflt í tvísýnu. Innherji Vísis greindi í gær frá sjónarmiðum meirihluta nefndarinnar sem er á því, í grófum dráttum, að vel hafi til tekist. Rímar álit meirihlutans í nefndinni við það sem Bjarni Benediktsson hefur haft um málið að segja. Aðalmenn í stjórnskipunarnefnd eru Steinunn Þóra Árnadóttir VG, Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Framsóknarflokki og Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki sem mynda þá meirihluta nefndarinnar. Í minnihluta eru hins vegar þau Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu, Sigmar Guðmundsson Viðreisn, Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem ritstýrði ritun álitis minnihlutans. Vilja að rannsóknarnefnd Alþingis verði komið á fót Þórhildur Sunna var fyrst til að setja fram þá hugmynd að málið væri með slíkum ósköpum að setja þyrfti á fót Rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á því hvernig staðið var að sölunni. Slík nefnd hefði víðtækari rannsóknarheimildir en Ríkisendurskoðandi. Það gerði hún í heitum umræðum á Alþingi þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu harða hríð að Bjarna Benediktssyni vegna sölunnar. Niðurstaðan varð sú að meirihluti þingsins samþykkti, í trássi við vilja stjórnarandstöðunnar, að Bjarni fæli ríkisendurskoðanda að gera úttekt á sölunni og því sem að henni snýr. „Eftir ítarlega og umfangsmikla umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um efni skýrslunnar er það mat minnihlutans að enn sé rík þörf á að skipuð verði rannsóknarnefnd Alþingis. Enn sé fjölda mikilvægra spurninga ósvarað. Úttekt Ríkisendurskoðunar tók til dæmis ekki til skoðunar hvort farið hafi verið að stjórnsýslulögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar sem við teljum mjög mikilvægt að skera úr um,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Ljóst er að hún telur fátt hafa breyst í málinu frá því að það var ákaft gagnrýnt á þingi sem og utan þess, eftir umfangsmiklu umfjöllun nefndarinnar, eða frá því að krafan um sérstaka rannsóknarnefnd kom fyrst fram. Stjórnsýsluleg atriði óafgreidd Í nefndarálitinu sem var birt nú rétt í þessu á vef Alþingis er meðal annars lögð á það rík áhersla að Ríkisendurskoðandi hafi tekið það skýrt fram, bæði í inngangi og í viðtölum að það falli utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og embættinu beri að gæta varúðar við að álykta almennt um túlkun og skýringu laga. Enda sé öðrum aðilum falið að gæta að slíkum þáttum, að lögum. En Bjarni hefur látið þess svo getið að engar vísbendingar séu að finna í skýrslu Ríkisendurskoðanda um að lög hafi verið brotin en minnihlutinn vill meina að hann sé þar að svara ógildri spurningu. Þá er fjallað sérstaklega um talpunkta Tryggva Gunnarssonar, fyrrverandi umboðsmanns Alþingis, einn fjölmargra sem mættu á fund nefndarinnar, en hann lagði fram ábendingu um að ekki sé fjallað um það af hálfu Ríkisendurskoðanda hvort framkvæmdaraðilar útboðsins hafi gætt að meginreglum stjórnsýsluréttar, svo sem rannsóknarreglu eða hæfisreglum, þrátt fyrir að þau lög eigi við um söluferlið. Jafnframt er farið yfir það að í skýrslu Ríkisendurskoðunar komi fram að eftirspurn eftir hlutunum sem seldir voru völdum hópi hafi eftirspurn eftir hlutunum verið vanmetin en samkvæmt lögum ber að gæta þess, við sölu sem þessa, að ríkissjóður fái sem mest fyrir eigur almennings. Þá segir að Bankasýslan hafi tekið þá ákvörðun, að ráði ráðgjafa sinna, að leggja til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði en dagslokagengi, að því er virðist til að ná fram öðrum markmiðum en forgangsmarkmiði sínu og meginreglu laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum; um hagkvæmni eða hæsta verð. Ábyrgð Bjarna ótvíræð Í niðurstöðukafa álitsgerðar minnihluta nefndarinnar segir að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé áfellisdómur yfir framkvæmd söluferlisins af hálfu Bankasýslunnar, framkvæmdaraðila sölunnar og fjármála- og efnahagsráðherra. Fjölmargir vankantar hafi verið á sölunni og ekki annað séð en að ráðherra beri á þeim stjórnsýslulega ábyrgð sem verði að axla. Nefndarmenn í minnihlutanum telja einsýnt að enn sé margt óupplýst varðandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þó skýrsla Ríkisendurskoðanda hafi um margt verið góð og bendi á eitt og annað sem miður fór í söluferlinu hafi umfjöllun nefndarinnar engu að síður sýnt fram á þörfina fyrir frekari rannsókn á málinu. Þá er bent á að hlutverk rannsóknarnefnda sé að gera grein fyrir málsatvikum í mikilvægum málum sem varðar almenning og vera þannig grundvöllur frekari ákvarðana Alþingis og eftir atvikum stjórnvalda. Vara við frekari sölu að sinni „Sjálfstæð og óháð rannsókn er algjör forsenda þess að skapað verði traust um meðferð ríkisstjórnarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra á ríkiseignum,“ er meðal þess sem lesa má í nefndarálitinu. Fyrir liggi að þrátt fyrir fjölþætta ágalla á sölumeðferð 22,5 prósenta eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði með tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022 hafi ríkisstjórnin ekki útilokað að ráðist verði í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þetta er samkvæmt því sem kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um frekari sölu á eignarhluta í Íslandsbanka í desember síðastliðinn þá er fyrirhugað að leggja fram frumvarp til laga um meðferð eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum sem kveði á um breytt fyrirkomulag, sem tekur meðal annars mið af niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fram hefur komið í viðtölum ráðherra við fjölmiðla að ætlun þeirra sé að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Bent er á að framundan séu fjölmargar ákvarðanir af hálfu Alþingis og stjórnvalda um fyrirkomulag við sölu ríkiseigna. Þar sem það er skilgreint hlutverk rannsóknarnefnda að vera grundvöllur frekari ákvarðana Alþingis og stjórnvalda verða það að teljast frekari rök með skipan slíkrar nefndar. „Af framangreindu má sjá að allar forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingis varðandi frekari rannsókn á sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 eru uppfylltar,“ segir í nefndarálitinu og ítrekar enn þá afstöðu sína að skipuð verði rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka hvort undirbúningur og framkvæmd sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 hafi verið í samræmi við lög. Málið verður rætt á Alþingi á eftir og búast má við heitum umræðum. En þess má geta að fjármálaeftirlitið er enn með málið til rannsóknar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslandsbanki Píratar Tengdar fréttir Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Þorbjörg segir „innanhúsmet í meðvirkni“ hafa fallið á Alþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar. 17. nóvember 2022 14:54 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Þar er þess enn krafist, og færð fyrir því ítarleg rök, að bráð nauðsyn sé á því að skipuð verði sérleg Rannsóknarnefnd Alþingis sem fari í saumana á sölunni sem meðal annars vakti athygli fyrir þær sakir að faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, er meðal kaupenda. Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Í nefndaráliti minnihlutans er meðal annars komið inn á að Bjarni hafi ekki búið svo um hnúta, þó hann segist hafa haft uppi tilmæli þess efnis að „sitt fólk“ myndi ekki kaupa hluti í útboðinu, að svo yrði ekki. Það bendi til þess að hann hafi vitað að með því væri hæfi hans sem þess sem stýrði sölunni teflt í tvísýnu. Innherji Vísis greindi í gær frá sjónarmiðum meirihluta nefndarinnar sem er á því, í grófum dráttum, að vel hafi til tekist. Rímar álit meirihlutans í nefndinni við það sem Bjarni Benediktsson hefur haft um málið að segja. Aðalmenn í stjórnskipunarnefnd eru Steinunn Þóra Árnadóttir VG, Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Framsóknarflokki og Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki sem mynda þá meirihluta nefndarinnar. Í minnihluta eru hins vegar þau Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu, Sigmar Guðmundsson Viðreisn, Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem ritstýrði ritun álitis minnihlutans. Vilja að rannsóknarnefnd Alþingis verði komið á fót Þórhildur Sunna var fyrst til að setja fram þá hugmynd að málið væri með slíkum ósköpum að setja þyrfti á fót Rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á því hvernig staðið var að sölunni. Slík nefnd hefði víðtækari rannsóknarheimildir en Ríkisendurskoðandi. Það gerði hún í heitum umræðum á Alþingi þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu harða hríð að Bjarna Benediktssyni vegna sölunnar. Niðurstaðan varð sú að meirihluti þingsins samþykkti, í trássi við vilja stjórnarandstöðunnar, að Bjarni fæli ríkisendurskoðanda að gera úttekt á sölunni og því sem að henni snýr. „Eftir ítarlega og umfangsmikla umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um efni skýrslunnar er það mat minnihlutans að enn sé rík þörf á að skipuð verði rannsóknarnefnd Alþingis. Enn sé fjölda mikilvægra spurninga ósvarað. Úttekt Ríkisendurskoðunar tók til dæmis ekki til skoðunar hvort farið hafi verið að stjórnsýslulögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar sem við teljum mjög mikilvægt að skera úr um,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Ljóst er að hún telur fátt hafa breyst í málinu frá því að það var ákaft gagnrýnt á þingi sem og utan þess, eftir umfangsmiklu umfjöllun nefndarinnar, eða frá því að krafan um sérstaka rannsóknarnefnd kom fyrst fram. Stjórnsýsluleg atriði óafgreidd Í nefndarálitinu sem var birt nú rétt í þessu á vef Alþingis er meðal annars lögð á það rík áhersla að Ríkisendurskoðandi hafi tekið það skýrt fram, bæði í inngangi og í viðtölum að það falli utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og embættinu beri að gæta varúðar við að álykta almennt um túlkun og skýringu laga. Enda sé öðrum aðilum falið að gæta að slíkum þáttum, að lögum. En Bjarni hefur látið þess svo getið að engar vísbendingar séu að finna í skýrslu Ríkisendurskoðanda um að lög hafi verið brotin en minnihlutinn vill meina að hann sé þar að svara ógildri spurningu. Þá er fjallað sérstaklega um talpunkta Tryggva Gunnarssonar, fyrrverandi umboðsmanns Alþingis, einn fjölmargra sem mættu á fund nefndarinnar, en hann lagði fram ábendingu um að ekki sé fjallað um það af hálfu Ríkisendurskoðanda hvort framkvæmdaraðilar útboðsins hafi gætt að meginreglum stjórnsýsluréttar, svo sem rannsóknarreglu eða hæfisreglum, þrátt fyrir að þau lög eigi við um söluferlið. Jafnframt er farið yfir það að í skýrslu Ríkisendurskoðunar komi fram að eftirspurn eftir hlutunum sem seldir voru völdum hópi hafi eftirspurn eftir hlutunum verið vanmetin en samkvæmt lögum ber að gæta þess, við sölu sem þessa, að ríkissjóður fái sem mest fyrir eigur almennings. Þá segir að Bankasýslan hafi tekið þá ákvörðun, að ráði ráðgjafa sinna, að leggja til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði en dagslokagengi, að því er virðist til að ná fram öðrum markmiðum en forgangsmarkmiði sínu og meginreglu laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum; um hagkvæmni eða hæsta verð. Ábyrgð Bjarna ótvíræð Í niðurstöðukafa álitsgerðar minnihluta nefndarinnar segir að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé áfellisdómur yfir framkvæmd söluferlisins af hálfu Bankasýslunnar, framkvæmdaraðila sölunnar og fjármála- og efnahagsráðherra. Fjölmargir vankantar hafi verið á sölunni og ekki annað séð en að ráðherra beri á þeim stjórnsýslulega ábyrgð sem verði að axla. Nefndarmenn í minnihlutanum telja einsýnt að enn sé margt óupplýst varðandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þó skýrsla Ríkisendurskoðanda hafi um margt verið góð og bendi á eitt og annað sem miður fór í söluferlinu hafi umfjöllun nefndarinnar engu að síður sýnt fram á þörfina fyrir frekari rannsókn á málinu. Þá er bent á að hlutverk rannsóknarnefnda sé að gera grein fyrir málsatvikum í mikilvægum málum sem varðar almenning og vera þannig grundvöllur frekari ákvarðana Alþingis og eftir atvikum stjórnvalda. Vara við frekari sölu að sinni „Sjálfstæð og óháð rannsókn er algjör forsenda þess að skapað verði traust um meðferð ríkisstjórnarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra á ríkiseignum,“ er meðal þess sem lesa má í nefndarálitinu. Fyrir liggi að þrátt fyrir fjölþætta ágalla á sölumeðferð 22,5 prósenta eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði með tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022 hafi ríkisstjórnin ekki útilokað að ráðist verði í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þetta er samkvæmt því sem kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um frekari sölu á eignarhluta í Íslandsbanka í desember síðastliðinn þá er fyrirhugað að leggja fram frumvarp til laga um meðferð eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum sem kveði á um breytt fyrirkomulag, sem tekur meðal annars mið af niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fram hefur komið í viðtölum ráðherra við fjölmiðla að ætlun þeirra sé að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Bent er á að framundan séu fjölmargar ákvarðanir af hálfu Alþingis og stjórnvalda um fyrirkomulag við sölu ríkiseigna. Þar sem það er skilgreint hlutverk rannsóknarnefnda að vera grundvöllur frekari ákvarðana Alþingis og stjórnvalda verða það að teljast frekari rök með skipan slíkrar nefndar. „Af framangreindu má sjá að allar forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingis varðandi frekari rannsókn á sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 eru uppfylltar,“ segir í nefndarálitinu og ítrekar enn þá afstöðu sína að skipuð verði rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka hvort undirbúningur og framkvæmd sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 hafi verið í samræmi við lög. Málið verður rætt á Alþingi á eftir og búast má við heitum umræðum. En þess má geta að fjármálaeftirlitið er enn með málið til rannsóknar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslandsbanki Píratar Tengdar fréttir Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Þorbjörg segir „innanhúsmet í meðvirkni“ hafa fallið á Alþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar. 17. nóvember 2022 14:54 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00
Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28
Þorbjörg segir „innanhúsmet í meðvirkni“ hafa fallið á Alþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar. 17. nóvember 2022 14:54
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00