„Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:31 Elvar Már Friðriksson var langstigahæstur Íslands í sigrinum grátlega með 25 stig. FIBA Óhætt er að segja að grátlegasti sigur í sögu þjóðar hafi unnist á sunnudag. Ekki er víst að sæti á HM í körfubolta bjóðist í bráð. Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira