Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Ákvörðun þingsins kemur í kjölfar þess að Netöryggismiðstöð Danmerkur mældi gegn því að opinberir starfsmenn notuðu forritið.
Samfélagsmiðlinn TikTok er í eigu kínverska fyrirtækisins Bytedance sem sagt er koma upplýsingum um notendur forritsins áfram til kínverska ríkisins.
Danir eru ekki fyrsta þjóðin til að mæla gegn notkun miðilsins, bandarískir ríkisstarfsmenn fengu í gær þrjátíu daga frest til þess að eyða forritinu úr síðum sínum. Þá hefur þingmönnum Evrópuþingsins verið bannað að nota það.