Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Eðvarð þekki vel til hjá fyrirtækinu en undanfarin ár hafi hann verið framkvæmdastjóri dótturfélags þess, Héðinshurða, og þar áður hafi hann stýrt Kongsbergdeild Héðins frá árinu 2016 til 2020.
Eðvarð mun starfa við hlið Rögnvaldar Einarssonar núverandi framkvæmdastjóra fram að áramótum og tekur þá að fullu við starfi framkvæmdastjóra.
Haft er eftir Rögnvaldi að félagið fagni því að fá Eðvarð heim í móðurfélagið. „Hann gjörþekkir hvern krók og kima í starfseminni,“ segir Rögnvaldur.
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni og sinnir fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveg, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur. Fyrirtækið var stofnað árið 1922 og fagnaði því aldarafmæli á síðasta ári.
Eðvarð Ingi er lærður vélvirkjameistari og framhaldsskólakennari ásamt því að stunda nám við rekstrarfræði í Háskóla Reykjavíkur.
Héðinn annast meðal annars þjónustu á Íslandi fyrir norska fyrirtækið Kongsberg Maritime, þar á meðal sölu búnaðar og lausna frá Kongsberg og Rolls Royce Marine, uppsetningu, endurnýjun, viðhald og viðgerðir véla og vélbúnaðar.