Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. febrúar 2023 13:08 Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að margt megi læra af faraldrinum. Vísir/Vilhelm Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. Veiran átti eftir að stjórna lífi landsmanna um nokkurt skeið eftir að fyrsta smitið kom upp. Á þessum þremur árum hafa 209 þúsund greinst með staðfest smit eða meira en helmingur landsmanna. Þórólfur Guðnason segir að hann hafi í upphafi talið að faraldurinn myndi hraðar yfir. „Ég held að það sé óhætt að segja það að maður gerði nú ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma og hvernig atburðarásin yrði í sjálfu sér og í byrjun þá hélt maður að þetta myndi kannski taka einhverja mánuði í mesta lagi eins og faraldrar gera nú oft en raunin var nú önnur. Að vísu vissum við að eftir því sem okkur tækist að bæla faraldurinn niður og halda veirunni frá samfélaginu þá myndi þetta taka lengri tíma en ég held að það sé óhætt að segja það að við gerðum ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma.“ Í heildina hafa 250 manns látist vegna veirunnar, lang flestir í fyrra eða 211 talsins. Flest smit á einum degi greindust þann 25. febrúar árið 2022 þegar 4.862 manns greindust smitaðir. Þórólfur segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Það að við þyrftum að grípa til svona hastarlegra aðgerða. Hvað þetta var mikið álag fyrir heilbrigðiskerfið, spítalana sérstaklega og álag og erfiður sjúkdómur fyrir mjög marga var náttúrulega gríðarlega mikið.“ Hann segir nú mikilvægt að draga lærdóm af faraldrinum. „Það þarf að fara ofan í hann mjög gaumgæfilega og skoða hvernig okkur tókst til. Hvað hefðum við getað gert betur. Hvað tókst vel. Bara til þess að við getum lært af því og brugðist þá betur við þegar að næsti faraldur kemur því að við munum á einhverjum tímapunkti fá annan faraldur. Hvort að hann verður svona eða einhvern veginn öðruvísi það er svo sem ekki vitað en það er margt sem við getum lært af þessum faraldri.“ Þórólfur lét af störfum í september síðastliðnum eftir að hafa starfað hjá Landlæknisembættinu í tuttugu ár en hann verður sjötugur á þessu ári. „Lífið er bara gott eins og alltaf og jafnvel fyrir faraldurinn og jafnvel meðan á honum stóð þá voru ákveðnir hlutir sem að gengu vel. Ég er bara mjög sáttur við minn hlut í þessu og horfi björtum augum á framtíðina.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41 Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Veiran átti eftir að stjórna lífi landsmanna um nokkurt skeið eftir að fyrsta smitið kom upp. Á þessum þremur árum hafa 209 þúsund greinst með staðfest smit eða meira en helmingur landsmanna. Þórólfur Guðnason segir að hann hafi í upphafi talið að faraldurinn myndi hraðar yfir. „Ég held að það sé óhætt að segja það að maður gerði nú ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma og hvernig atburðarásin yrði í sjálfu sér og í byrjun þá hélt maður að þetta myndi kannski taka einhverja mánuði í mesta lagi eins og faraldrar gera nú oft en raunin var nú önnur. Að vísu vissum við að eftir því sem okkur tækist að bæla faraldurinn niður og halda veirunni frá samfélaginu þá myndi þetta taka lengri tíma en ég held að það sé óhætt að segja það að við gerðum ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma.“ Í heildina hafa 250 manns látist vegna veirunnar, lang flestir í fyrra eða 211 talsins. Flest smit á einum degi greindust þann 25. febrúar árið 2022 þegar 4.862 manns greindust smitaðir. Þórólfur segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Það að við þyrftum að grípa til svona hastarlegra aðgerða. Hvað þetta var mikið álag fyrir heilbrigðiskerfið, spítalana sérstaklega og álag og erfiður sjúkdómur fyrir mjög marga var náttúrulega gríðarlega mikið.“ Hann segir nú mikilvægt að draga lærdóm af faraldrinum. „Það þarf að fara ofan í hann mjög gaumgæfilega og skoða hvernig okkur tókst til. Hvað hefðum við getað gert betur. Hvað tókst vel. Bara til þess að við getum lært af því og brugðist þá betur við þegar að næsti faraldur kemur því að við munum á einhverjum tímapunkti fá annan faraldur. Hvort að hann verður svona eða einhvern veginn öðruvísi það er svo sem ekki vitað en það er margt sem við getum lært af þessum faraldri.“ Þórólfur lét af störfum í september síðastliðnum eftir að hafa starfað hjá Landlæknisembættinu í tuttugu ár en hann verður sjötugur á þessu ári. „Lífið er bara gott eins og alltaf og jafnvel fyrir faraldurinn og jafnvel meðan á honum stóð þá voru ákveðnir hlutir sem að gengu vel. Ég er bara mjög sáttur við minn hlut í þessu og horfi björtum augum á framtíðina.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41 Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41
Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05