Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2023 14:29 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari segir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar hafa brotið lög og trúnað með yfirlýsingum sínum um gang viðræðna. Vísir Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36