Byrjaði upp á nýtt eftir röð áfalla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. mars 2023 10:57 Ed Sheeran ákvað að byrja upp á nýtt á plötunni sinni eftir röð áfalla. Getty/ Joseph Okpako Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tilkynnti um væntanlega plötu í dag. Ásamt því opnaði hann sig um ýmsa erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum. Þessi röð áfalla olli því að hann byrjaði upp á nýtt á plötunni. Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)
Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira