„Þetta eru ákveðin tímamót“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2023 13:30 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri leita í sýnatökur vegna Covid þessa dagana. Þá hafi bólusetningar gengið vel, færri mæta núna þar sem þátttaka hefur verið góð. Vísir/Vilhelm Frá og með deginum í dag verður ekki hægt að fara í sýnatöku við Covid-19 hjá Heilsugæslunni. Um tímamót eru að ræða en þrjú ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vongóð um að Covid kaflanum fari að ljúka með hækkandi sól. Heilsugæslan greindi frá því í gær að þau myndu hætta að bjóða upp á sýnatökur fyrir Covid en tilkynningin kom sama dag og þrjú ár voru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir þetta tímabært. „Það eru náttúrulega þrjú ár liðin frá því að fyrsta Covid tilfellið var greint þannig þetta eru ákveðin tímamót. Þetta voru orðin svo fá sýni sem að voru að koma hérna hjá okkur, það voru kannski tíu manns á dag, þannig við sáum að það væri erfitt að halda þessari starfsemi úti lengur,“ segir Ragnheiður. Flestir hafi fært sig yfir í heimaprófin og taki þau gild og leiti þess ekki að staðfesta sýkingu. Heilsugæslan hefur þó enn tök á að taka sýni og senda til greiningar ef ástæða er til, líkt og Landspítalinn. Heilsugæslan mun þó fylgjast vel með þróuninni og endurskoða ákvörðun um að hætta sýnatökum ef tilefni gefst til, svo sem ef Covid fer að sækja í sig veðrið. „Að sjálfsögðu munum við gera það en það er allavega ekkert í sjónmáli enn þá og núna með hækkandi sól, þegar það er að koma sumar og fólk að fá D vítamín skammtinn sinn, þá held ég nú að þessu hljóti að fara að linna, þessu sýkingartímabili,“ segir Ragnheiður. Áfram sýnatökur fyrir farþega og bólusetningar Yfirvöld í ákveðnum löndum krefjast þess enn að farþegar framvísi neikvæðu prófi og verður áfram boðið upp á sýnatökur í heilsugæslustöðinni í Hlíðum í þeim tilvikum. „Það virðast alltaf vera einhver lönd sem eru að fara fram á það en þeim fer verulega fækkandi. Þannig það er líklega að líða undir lok líka,“ segir Ragnheiður aðspurð um hvort það sé algengt að farið sé fram á slíkt. Hvað bólusetningar varðar séu þær enn í gangi og er opið hús hjá Heilsugæslunni Mjódd að Álfabakka 14. „Þar getur fólk mætt alveg frá klukkan níu til þrjú alla daga og komið í Covid bólusetningu en svo eru líka þónokkrar heilsugæslustöðvar enn að bjóða upp á bólusetningar líka. En það fer fækkandi þar líka þannig það virðist vera komin þó nokkur þekjun á þátttöku þar,“ segir Ragnheiður. Áfram er mikið álag á heilsugæslustöðvunum þar sem ekki aðeins Covid heldur einnig aðrar öndunarfærissýkingar, einna helst streptókokkar, hafa verið að gera landsmönnum lífið leitt. „Það eru alls konar sýkingar sem að ekkert lát virðist vera á. Þannig það er töluvert mikið að gera inni á öllum stöðvum. Við erum svona að benda fólki á að fara inn á Heilsuveru, les sig til og hlúa vel að sér þessa daga sem þetta gengur yfir, þessar pestar,“ segir Ragnheiður. Covid tímabilinu sé vonandi að ljúka. „Við erum alltaf bjartsýn, það þýðir ekkert annað. Svo er bara hvað verður en vonandi fer þetta að líða undir lok og þetta fari bara að vera búið, þessi kafli,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. 28. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Heilsugæslan greindi frá því í gær að þau myndu hætta að bjóða upp á sýnatökur fyrir Covid en tilkynningin kom sama dag og þrjú ár voru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir þetta tímabært. „Það eru náttúrulega þrjú ár liðin frá því að fyrsta Covid tilfellið var greint þannig þetta eru ákveðin tímamót. Þetta voru orðin svo fá sýni sem að voru að koma hérna hjá okkur, það voru kannski tíu manns á dag, þannig við sáum að það væri erfitt að halda þessari starfsemi úti lengur,“ segir Ragnheiður. Flestir hafi fært sig yfir í heimaprófin og taki þau gild og leiti þess ekki að staðfesta sýkingu. Heilsugæslan hefur þó enn tök á að taka sýni og senda til greiningar ef ástæða er til, líkt og Landspítalinn. Heilsugæslan mun þó fylgjast vel með þróuninni og endurskoða ákvörðun um að hætta sýnatökum ef tilefni gefst til, svo sem ef Covid fer að sækja í sig veðrið. „Að sjálfsögðu munum við gera það en það er allavega ekkert í sjónmáli enn þá og núna með hækkandi sól, þegar það er að koma sumar og fólk að fá D vítamín skammtinn sinn, þá held ég nú að þessu hljóti að fara að linna, þessu sýkingartímabili,“ segir Ragnheiður. Áfram sýnatökur fyrir farþega og bólusetningar Yfirvöld í ákveðnum löndum krefjast þess enn að farþegar framvísi neikvæðu prófi og verður áfram boðið upp á sýnatökur í heilsugæslustöðinni í Hlíðum í þeim tilvikum. „Það virðast alltaf vera einhver lönd sem eru að fara fram á það en þeim fer verulega fækkandi. Þannig það er líklega að líða undir lok líka,“ segir Ragnheiður aðspurð um hvort það sé algengt að farið sé fram á slíkt. Hvað bólusetningar varðar séu þær enn í gangi og er opið hús hjá Heilsugæslunni Mjódd að Álfabakka 14. „Þar getur fólk mætt alveg frá klukkan níu til þrjú alla daga og komið í Covid bólusetningu en svo eru líka þónokkrar heilsugæslustöðvar enn að bjóða upp á bólusetningar líka. En það fer fækkandi þar líka þannig það virðist vera komin þó nokkur þekjun á þátttöku þar,“ segir Ragnheiður. Áfram er mikið álag á heilsugæslustöðvunum þar sem ekki aðeins Covid heldur einnig aðrar öndunarfærissýkingar, einna helst streptókokkar, hafa verið að gera landsmönnum lífið leitt. „Það eru alls konar sýkingar sem að ekkert lát virðist vera á. Þannig það er töluvert mikið að gera inni á öllum stöðvum. Við erum svona að benda fólki á að fara inn á Heilsuveru, les sig til og hlúa vel að sér þessa daga sem þetta gengur yfir, þessar pestar,“ segir Ragnheiður. Covid tímabilinu sé vonandi að ljúka. „Við erum alltaf bjartsýn, það þýðir ekkert annað. Svo er bara hvað verður en vonandi fer þetta að líða undir lok og þetta fari bara að vera búið, þessi kafli,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. 28. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. 28. febrúar 2023 13:08