Eftir skelfinguna í gær verður Ísland að vinna með sex marka mun Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2023 09:20 Bjarki Már Elísson og félagar í landsliðinu búa að því að hafa náð 6. sæti á síðasta EM, í janúar 2022. EPA-EFE/Adam Ihse Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir næsta Evrópumót ef liðinu tekst að vinna Tékka með sex marka mun í Laugardalshöll á sunnudaginn. Það gæti reynst afar dýrmætt. Niðurlægingin gegn Tékkum í Brno í gær, þar sem Ísland tapaði 22-17, gerir að verkum að Ísland gæti hæglega misst af sæti í efsta flokki. Eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir það er að minnsta kosti sex marka sigur á sunnudag (eða fimm marka sigur ef Tékkar skora sextán mörk eða minna). Og málið er einfalt. Sæti í efsta styrkleikaflokki færir Íslandi auðveldari andstæðinga en ella í riðli á EM og þar með betra færi á að ná sem lengst þar. Rétt er að taka fram að Ísland og Tékkland eru vissulega í undanriðli með Eistlandi og Ísrael en það eru mun lakari handboltaþjóðir sem bæði Íslendingar og Tékkar unnu stórsigra gegn fyrr í vetur. Ísland og Tékkland munu því án efa komast bæði á EM, því þangað fara efstu tvær þjóðir úr hverjum riðli, og baráttan snýst um hið mikilvæga efsta sæti riðilsins. Gætu sloppið við allar bestu þjóðirnar Ísland kom sér í mjög góða stöðu varðandi dráttinn í riðla á EM með árangri sínum á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, þegar liðið náði 6. sæti þrátt fyrir kórónuveirufár. Takist Íslandi að komast í efsta styrkleikaflokk losnar liðið við að lenda í riðli á næsta EM með til að mynda Spáni og sennilega Frakklandi einnig. Þannig yrði engin af bestu þjóðum heims — þessum sem urðu í átta efstu sætum síðasta EM eða sex efstu sætum síðasta HM — í riðli með Íslandi. EM í janúar fer fram í Þýskalandi og þar spila 24 lið í sex riðlum. Eins undarlegt og fólki kann að finnast það þá var fyrir nokkru ákveðið í hvaða riðlum sex af sterkustu þjóðum Evrópu myndu spila. Þannig er þegar ljóst að Ísland verður í C-riðli mótsins og spilar í München. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu svo spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Það gætu því orðið keppinautar Íslands um sæti í undanúrslitum, ef við leyfum okkur að hugsa langt fram í tímann. Noregur mun spila í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo Ísland getur ekki dregist í riðil með þessum þremur liðum. Sterkustu liðin sem eftir eru, eru því Spánn og Frakkland sem Ísland getur sloppið við að lenda í riðli með takist liðinu að vinna Tékka og tryggja sér efsta sæti síns undanriðils. Mikið í húfi í fyrstu leikjum án Guðmundar Einu liðin sem nú þegar vita í hvaða styrkleikaflokki þau verða fyrir EM-dráttinn eru Svíþjóð, Spánn og Danmörk, sem verða í efsta flokki vegna árangurs á síðasta EM, og gestgjafar Þýskalands sem verða í 2. flokki. Öðrum þjóðum verður raðað í flokka eftir því hvaða lið unnu sinn riðil í undankeppninni og svo út frá því hvar þau enduðu á síðasta EM. Sex lið verða í hverjum styrkleikaflokki og þar sem Ísland náði 6. sæti á síðasta EM verður liðið í efsta flokki ef það vinnur sinn undanriðil. Það er því mikið í húfi í leikjunum gegn Tékkum sem Íslands spilar undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, sem stýra landsliðinu á meðan leitað er að arftaka Guðmundar Guðmundssonar. Vert er einnig að hafa hugfast að því ofar sem Ísland endar á EM í janúar, því meiri líkur eru á að liðið komist í undankeppni Ólympíuleikanna í París 2024. Auðveldari mótherjar, vegna röðunar í styrkleikaflokka, auka vissulega líkurnar á að ná sem lengst á mótinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. 23. febrúar 2023 11:28 Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Niðurlægingin gegn Tékkum í Brno í gær, þar sem Ísland tapaði 22-17, gerir að verkum að Ísland gæti hæglega misst af sæti í efsta flokki. Eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir það er að minnsta kosti sex marka sigur á sunnudag (eða fimm marka sigur ef Tékkar skora sextán mörk eða minna). Og málið er einfalt. Sæti í efsta styrkleikaflokki færir Íslandi auðveldari andstæðinga en ella í riðli á EM og þar með betra færi á að ná sem lengst þar. Rétt er að taka fram að Ísland og Tékkland eru vissulega í undanriðli með Eistlandi og Ísrael en það eru mun lakari handboltaþjóðir sem bæði Íslendingar og Tékkar unnu stórsigra gegn fyrr í vetur. Ísland og Tékkland munu því án efa komast bæði á EM, því þangað fara efstu tvær þjóðir úr hverjum riðli, og baráttan snýst um hið mikilvæga efsta sæti riðilsins. Gætu sloppið við allar bestu þjóðirnar Ísland kom sér í mjög góða stöðu varðandi dráttinn í riðla á EM með árangri sínum á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, þegar liðið náði 6. sæti þrátt fyrir kórónuveirufár. Takist Íslandi að komast í efsta styrkleikaflokk losnar liðið við að lenda í riðli á næsta EM með til að mynda Spáni og sennilega Frakklandi einnig. Þannig yrði engin af bestu þjóðum heims — þessum sem urðu í átta efstu sætum síðasta EM eða sex efstu sætum síðasta HM — í riðli með Íslandi. EM í janúar fer fram í Þýskalandi og þar spila 24 lið í sex riðlum. Eins undarlegt og fólki kann að finnast það þá var fyrir nokkru ákveðið í hvaða riðlum sex af sterkustu þjóðum Evrópu myndu spila. Þannig er þegar ljóst að Ísland verður í C-riðli mótsins og spilar í München. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu svo spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Það gætu því orðið keppinautar Íslands um sæti í undanúrslitum, ef við leyfum okkur að hugsa langt fram í tímann. Noregur mun spila í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo Ísland getur ekki dregist í riðil með þessum þremur liðum. Sterkustu liðin sem eftir eru, eru því Spánn og Frakkland sem Ísland getur sloppið við að lenda í riðli með takist liðinu að vinna Tékka og tryggja sér efsta sæti síns undanriðils. Mikið í húfi í fyrstu leikjum án Guðmundar Einu liðin sem nú þegar vita í hvaða styrkleikaflokki þau verða fyrir EM-dráttinn eru Svíþjóð, Spánn og Danmörk, sem verða í efsta flokki vegna árangurs á síðasta EM, og gestgjafar Þýskalands sem verða í 2. flokki. Öðrum þjóðum verður raðað í flokka eftir því hvaða lið unnu sinn riðil í undankeppninni og svo út frá því hvar þau enduðu á síðasta EM. Sex lið verða í hverjum styrkleikaflokki og þar sem Ísland náði 6. sæti á síðasta EM verður liðið í efsta flokki ef það vinnur sinn undanriðil. Það er því mikið í húfi í leikjunum gegn Tékkum sem Íslands spilar undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, sem stýra landsliðinu á meðan leitað er að arftaka Guðmundar Guðmundssonar. Vert er einnig að hafa hugfast að því ofar sem Ísland endar á EM í janúar, því meiri líkur eru á að liðið komist í undankeppni Ólympíuleikanna í París 2024. Auðveldari mótherjar, vegna röðunar í styrkleikaflokka, auka vissulega líkurnar á að ná sem lengst á mótinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. 23. febrúar 2023 11:28 Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. 23. febrúar 2023 11:28
Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01