Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 10:27 Samkvæmt staðgreiðslugögnum hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr 5,1 prósent af öllum starfandi í 20,6 prósent árið 2022. Vísir/Vilhelm Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur fram í úttekt Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka mældist 80,1 prósent, hlutfall starfandi af mannfjölda 77,1 prósent og atvinnuleysi var 3,7 prósent. Atvinnulausum fækkaði um rúm 4.300 frá árinu 2021 og atvinnuleysið dróst saman um 2,2 prósentustig á milli ára. Atvinnuleysi á meðal kvenna var 3,4 prósent að jafnaði og á meðal karla var það 4 prósent. Árið 2022 var atvinnuleysi að jafnaði 4,3 prósent í Reykjavík, 3,6 prósent í nágrenni Reykjavíkur og 3,4 prósent utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að af öllum starfandi hafi konur verið að jafnaði um 97.100 allt árið 2022 og karlar um 112.400. Ekki var nægjanlegur fjöldi í úrtaki vinnumarkaðsrannsóknar til að greina frekar fjölda kynsegin/annað en samkvæmt talningu úr staðgreiðslugögnum voru 55 kynsegin eða annað samkvæmt þjóðskrá starfandi að jafnaði árið 2022. Heildarvinnustundir þeirra sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni voru að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku árið 2022. Heildarvinnustundir kvenna á viku voru 32,6 klukkustundir og karla 39,7 klukkustundir. Mikil fjölgun á meðal háskólamenntaðra Fólk utan höfuðborgarsvæðisins vinnur að jafnaði fleiri vinnustundir á viku en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Meðalfjöldi vinnustunda fólks í Reykjavík árið 2022 var 34,9 klukkustundir, hjá íbúum nágrennis Reykjavíkur voru stundirnar að jafnaði 35,7 en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins unnu að jafnaði 38,5 klukkustundir. Þegar þróun menntunar og starfandi er skoðuð yfir 20 ára tímabil má meðal annars sjá að háskólamenntuðum á vinnumarkaði hefur fjölgað mjög eða úr 24,2 prósent í 39,7 prósent allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem aðeins hafa lokið grunnmenntun dregist verulega saman. Hlutur þeirra sem hafa lokið starfs- og/eða framhaldsmenntun að einhverju leyti hefur staðið í stað. Samkvæmt staðgreiðslugögnum hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr 5,1 prósent af öllum starfandi í 20,6 prósent árið 2022. Innflytjandi er einstaklingur með lögheimili á Íslandi sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka mældist 80,1 prósent, hlutfall starfandi af mannfjölda 77,1 prósent og atvinnuleysi var 3,7 prósent. Atvinnulausum fækkaði um rúm 4.300 frá árinu 2021 og atvinnuleysið dróst saman um 2,2 prósentustig á milli ára. Atvinnuleysi á meðal kvenna var 3,4 prósent að jafnaði og á meðal karla var það 4 prósent. Árið 2022 var atvinnuleysi að jafnaði 4,3 prósent í Reykjavík, 3,6 prósent í nágrenni Reykjavíkur og 3,4 prósent utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að af öllum starfandi hafi konur verið að jafnaði um 97.100 allt árið 2022 og karlar um 112.400. Ekki var nægjanlegur fjöldi í úrtaki vinnumarkaðsrannsóknar til að greina frekar fjölda kynsegin/annað en samkvæmt talningu úr staðgreiðslugögnum voru 55 kynsegin eða annað samkvæmt þjóðskrá starfandi að jafnaði árið 2022. Heildarvinnustundir þeirra sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni voru að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku árið 2022. Heildarvinnustundir kvenna á viku voru 32,6 klukkustundir og karla 39,7 klukkustundir. Mikil fjölgun á meðal háskólamenntaðra Fólk utan höfuðborgarsvæðisins vinnur að jafnaði fleiri vinnustundir á viku en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Meðalfjöldi vinnustunda fólks í Reykjavík árið 2022 var 34,9 klukkustundir, hjá íbúum nágrennis Reykjavíkur voru stundirnar að jafnaði 35,7 en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins unnu að jafnaði 38,5 klukkustundir. Þegar þróun menntunar og starfandi er skoðuð yfir 20 ára tímabil má meðal annars sjá að háskólamenntuðum á vinnumarkaði hefur fjölgað mjög eða úr 24,2 prósent í 39,7 prósent allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem aðeins hafa lokið grunnmenntun dregist verulega saman. Hlutur þeirra sem hafa lokið starfs- og/eða framhaldsmenntun að einhverju leyti hefur staðið í stað. Samkvæmt staðgreiðslugögnum hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr 5,1 prósent af öllum starfandi í 20,6 prósent árið 2022. Innflytjandi er einstaklingur með lögheimili á Íslandi sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis.
Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira