Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna- og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Við fjöllum um málið, sem kennt hefur verið við Euromarket, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við einn sakborninga.

Og enn og aftur eru myglumál ofarlega á baugi. Ráðast þarf í miklar endurbætur á friðuðu húsnæði Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur vegna myglu. Við könnum aðstæður í skólanum í fréttatímanum, ræðum við fulltrúa borgarinnar og heyrum í formanni Foreldrafélags skólans í beinni útsendingu.

Þá förum við yfir leiðtogafund helstu iðnríkja heims sem haldinn var á Indlandi í dag. Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni fundarins.

Við ræðum einnig við rithöfund sem harmar brotthvarf pósthúsa, hittum 95 ára knapa sem ætlar á bak í vor og verðum í beinni útsendingu frá þrívíddarprentun á píkum í nafni valdeflingar. Allt þetta og meira til á slaginu 18:30 í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×