Reynir að komast í Eurovision og útilokar ekki að spila í Bestu-deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2023 10:00 Viðtalið var tekið á sparkvelli við Laugarnesskóla. Skömmu eftir að það fréttist að þátttakandi í Söngvakeppninni væri þar flykktust krakkarnir í kringum Braga Bergsson, spiluðu fótbolta við og fengu myndir af sér með honum. vísir/egill Bragi Bergsson sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld hefur leikið fótbolta alla sína tíð. Hann útilokar ekki að spila í Bestu deild karla í sumar. Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum. Fótbolti Eurovision Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum.
Fótbolti Eurovision Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira