Christophe Galtier, knattspyrnustjóri PSG, svo gott sem staðfesti það í dag að Neymar verði ekki með í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum.
PSG manager Christophe Galtier announces that Neymar will miss the second leg of their Champions League tie with Bayern Munich.
— B/R Football (@brfootball) March 3, 2023
He hasn't played since picking up an injury on February 19 pic.twitter.com/iZ741O2lwB
Neymar var borinn af velli eftir að hafa meiðst illa á ökkla í 4-3 sigri PSG á Lille í síðasta mánuði.
Myndataka sýndi að hann hafði teygt á liðböndum og endurhæfing myndi taka tvær til þrjár vikur.
Galtier var spurður út í það á blaðamannafundi hvort að Neymar myndi ná þessum úrslitaleik.
„Nei ég held að hann verði ekki með á móti Bayern,“ svaraði Christophe Galtie.
Bayern vann fyrri leikinn 1-0 á móti PSG en hann fór fram í Frakklandi.
Neymar fór sjálfur í mikla og stranga meðferð með það markmið að ná þessum leik við Bayern en nú lítur út fyrir að það hafi ekki dugað til.
Neymar hefur skorað 18 mörk og gefið 17 stoðsendingar í 29 leikjum í öllum keppnum með á leiktíðinni þar af eru 2 mörk og 3 stoðsendingar í Meistaradeildinni.