Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2023 19:41 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir samgönfusáttmálann nú þegar hafa skilað mörgum jákvæðum verkefnum. Stöð 2/Ívar Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum 2021 en er nú komið niður í 39 prósent samkvæmt könnun Maskínu og 40 prósent samkvæmt könnun Gallups.Grafík/Kristján Stjórnarflokkarnir endurnýjuðu umboð sitt til áframhaldandi samstarfs í alþingiskosningunum í september 2021 þegar þeir fengu samanlagt 54 prósenta fylgi, aðallega vegna mikillar fylgisaukningar Framsóknarflokksins. Samkvæmt könnunum Maskínu og Galllups er samanlagt fylgi flokkanna hins vegar komið í um 40 prósent. Samfylkingin hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 en fylgi stjórnarflokkanna þriggja hefur dalað verulega.Grafík/Kristján Samkvæmt febrúarkönnunum fyrirtækjanna nýtur Samfylkingin annan mánuðinn röð mest fylgis flokka með 23,3 prósent hjá Maskínu og 24 prósent hjá Gallup í febrúar. Á sama tíma og fylgi flokksins rúmlega tvöfaldast frá kosningum minnkar fylgi Framsóknarflokksins hins vegar um 5-7 prósentustig, Vinstri grænna um fimmog Sjálfstæðisflokksins um tvö til fjögur prósentustig. Ráðherrar stjórnarflokkanna sátu sinn hundraðasta ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég kippi mér nú ekki mikið upp við skoðanakannanir. Veit að þær eru sí breytilegar og sí kvikar. Ég held að þessi ríkisstjórn hafi bæði átt tiltölulega góðu fylgi að fagna, bæði á síðasta kjörtímabili og þessu. Hefur að mestu leyti bara farnast ágætlega í sínum störfum,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Sjálfstæðismenn og fleiri í minnihluta borgarstjórnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt samgöngusáttmála ríkisstjórnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Bæði fyrir seinagang sumra verkefna og mikinn kostnaðarauka við einstök verkefni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmálann enn í fullu gildi og kostnaðinn ekki farinn úr böndunum. Kostnaður hafi hins vegar aukist með vísitöluhækkunum meðal annars vegna stríðsins í Evrópu. „Síðan hafa einhver verkefni þroskast og stækkað. Væntingar til þess að sáttmálinn væri stærra tæki til enn frekari framkvæmda hafa vaxið mjög mikið,“ segir innviðaráðherra. Það væri því eðlilegt að staldra við og upplýsa stýrihópa og stjórnir og taka þær ákvarðanir sem þyrfti að taka. Skoða hvort þörf væri á að uppfæra sáttmálann vegna ákveðinna aðstæðna. „Í mínum augum er hann nú þegar búinn að skila fullt af jákvæðum verkefnum í höfn og önnur á leiðinni,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eðlilegt að kostnaður aukist með vísitölum og þroskun verkefna.Stöð 2/Ívar Margir segja hins vegar að lítið sé að gerast varðandi stór verkefni eins og Arnarnesveg, Sundabraut og stokk á Sæbraut. Innviðaráðherra segir öll þessi verkefni í góðum farvegi. Eftir því sem verkefni væru betur undirbúin þeim mun styttri og öruggari yrðu þau í framkvæmd og fjármögnun. „Sundabrautarverkefnið er risastórt. Það hefur aldrei verið áætlað að það byrji fyrr en 2026 og ljúki þrjátíu og eitt. Það er samt búið að vinna í því í mörg ár til þess að það náist. Arnarnesvegurinn er hins vegar að fara í útboð, svo dæmi sé tekið. Hann er bara af allt annarri stærðargráðu. Sæbrautar stokkurinn er ekki bara orðinn forsenda fyrir Sundabraut. Hann er líka forsenda þess að við ætlum að byggja þessa björgunarmiðstöð og koma öllum hlutum til og frá. Þannig að hann hefur verið að stækka í væntingum og kröfum til hans,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Sundabraut Borgarlína Borgarstjórn Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. 20. desember 2022 19:31 Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20. janúar 2023 16:51 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum 2021 en er nú komið niður í 39 prósent samkvæmt könnun Maskínu og 40 prósent samkvæmt könnun Gallups.Grafík/Kristján Stjórnarflokkarnir endurnýjuðu umboð sitt til áframhaldandi samstarfs í alþingiskosningunum í september 2021 þegar þeir fengu samanlagt 54 prósenta fylgi, aðallega vegna mikillar fylgisaukningar Framsóknarflokksins. Samkvæmt könnunum Maskínu og Galllups er samanlagt fylgi flokkanna hins vegar komið í um 40 prósent. Samfylkingin hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 en fylgi stjórnarflokkanna þriggja hefur dalað verulega.Grafík/Kristján Samkvæmt febrúarkönnunum fyrirtækjanna nýtur Samfylkingin annan mánuðinn röð mest fylgis flokka með 23,3 prósent hjá Maskínu og 24 prósent hjá Gallup í febrúar. Á sama tíma og fylgi flokksins rúmlega tvöfaldast frá kosningum minnkar fylgi Framsóknarflokksins hins vegar um 5-7 prósentustig, Vinstri grænna um fimmog Sjálfstæðisflokksins um tvö til fjögur prósentustig. Ráðherrar stjórnarflokkanna sátu sinn hundraðasta ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég kippi mér nú ekki mikið upp við skoðanakannanir. Veit að þær eru sí breytilegar og sí kvikar. Ég held að þessi ríkisstjórn hafi bæði átt tiltölulega góðu fylgi að fagna, bæði á síðasta kjörtímabili og þessu. Hefur að mestu leyti bara farnast ágætlega í sínum störfum,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Sjálfstæðismenn og fleiri í minnihluta borgarstjórnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt samgöngusáttmála ríkisstjórnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Bæði fyrir seinagang sumra verkefna og mikinn kostnaðarauka við einstök verkefni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmálann enn í fullu gildi og kostnaðinn ekki farinn úr böndunum. Kostnaður hafi hins vegar aukist með vísitöluhækkunum meðal annars vegna stríðsins í Evrópu. „Síðan hafa einhver verkefni þroskast og stækkað. Væntingar til þess að sáttmálinn væri stærra tæki til enn frekari framkvæmda hafa vaxið mjög mikið,“ segir innviðaráðherra. Það væri því eðlilegt að staldra við og upplýsa stýrihópa og stjórnir og taka þær ákvarðanir sem þyrfti að taka. Skoða hvort þörf væri á að uppfæra sáttmálann vegna ákveðinna aðstæðna. „Í mínum augum er hann nú þegar búinn að skila fullt af jákvæðum verkefnum í höfn og önnur á leiðinni,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eðlilegt að kostnaður aukist með vísitölum og þroskun verkefna.Stöð 2/Ívar Margir segja hins vegar að lítið sé að gerast varðandi stór verkefni eins og Arnarnesveg, Sundabraut og stokk á Sæbraut. Innviðaráðherra segir öll þessi verkefni í góðum farvegi. Eftir því sem verkefni væru betur undirbúin þeim mun styttri og öruggari yrðu þau í framkvæmd og fjármögnun. „Sundabrautarverkefnið er risastórt. Það hefur aldrei verið áætlað að það byrji fyrr en 2026 og ljúki þrjátíu og eitt. Það er samt búið að vinna í því í mörg ár til þess að það náist. Arnarnesvegurinn er hins vegar að fara í útboð, svo dæmi sé tekið. Hann er bara af allt annarri stærðargráðu. Sæbrautar stokkurinn er ekki bara orðinn forsenda fyrir Sundabraut. Hann er líka forsenda þess að við ætlum að byggja þessa björgunarmiðstöð og koma öllum hlutum til og frá. Þannig að hann hefur verið að stækka í væntingum og kröfum til hans,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Sundabraut Borgarlína Borgarstjórn Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. 20. desember 2022 19:31 Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20. janúar 2023 16:51 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08
Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. 20. desember 2022 19:31
Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35
Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20. janúar 2023 16:51