Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ Auður Ösp Guðmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. mars 2023 12:15 Sólveig Sigurðardóttir er einn stofnenda SFO, Samtaka fólks með offitu. Vísir/Vilhelm „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. Stofnfundur SFO verður haldinn í sal Hjálpræðishersins á Suðurlandsbraut klukkan 13 í dag, á alþjóðadegi offitu og að sögn Sólveigar eru allir hjartanlega velkomnir. Þá verður streymt frá fundinum í beinni. Markmið samtakanna er meðal annars að koma á stað vitundarvakningu um offitusjúkdóminn og sjá um fræðslu og réttindagæslu. „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast. Við þurfum betri þjónustu. Kerfið þarf að taka betur á móti okkur. Það er eiginlega ekkert kerfi sem tekur á móti þér þegar svona er fyrir þér komið. Það eru bráðaúrræði til staðar, eins og hjá Landspítalanum, en þegar fólk er útskrifað þá er ekkert sem grípur það. Heilsugæslur eiga að fyrsta stigið fyrir okkur til fá hjálp, en málið er að það er engin samræmd þjónusta. Það er ekkert annað stig. Fólki er kannski bara vísað til heimilislæknis, þar sem það fær rangar upplýsingar og slaka þjónustu. Þeim er kannski bara sagt að borða minna og hreyfa sig meira. Það getur virkað eins og olía á eld þegar kemur að sjúkdómnum offitu.“ Birtingarmyndir offitu eru allskonar Sólveig bendir á að á heilsugæslustöðvum er oft á tíðum lítil sem engin þekking, og engin samræmd þjónusta í boði þegar kemur að meðhöndlun á offitu. „Það er til dæmis engin samræmd þjónusta fyrir börn. Börn í dag fá fyrst þjónustu þegar þau eru vigtuð og mæld í skólum og ef það eru frávik þá er foreldrum bent á að hafa samband við viðkomandi heilsugæslu, en þar er litla hjálp að fá, og biðtíminn í Heilsuskólann er eitt til tvö ár. Það eru dæmi um að börn með offitu séu látin bíða of lengi þrói með sér sjúkdóma eins og lifrarbilanir og sykursýki, svo ekki sé minnst á áhrifin sem þetta hefur á félagsleg tengsl. Ofan á allt er þetta dýrt fyrir samfélagið.“ Þá bendir Sólveig á að birtingarmyndir offitu geta verið allskonar. „Offita er ekki alltaf bara það sama og aukakíló eða ofþyngd. Það er margt annað sem getur spilað þarna inn í. Offita getur verið í öllum stærðum. Margir sem þjást af offitu eru búnir að fara í efnaskiptaaðgerðir, breyta um lífsstíl eða prófa lyf. En þessi króníski sjúkdómur er með manni út lífið. Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þjónusta sé til staðar á heilsugæslustöðvum. Fagþjónusta, og kerfi sem grípur fólk þegar sjúkdómurinn fer á fullt. Að dæma manneskju eftir stærð er kolrangt. Og þar af leiðandi er ekki alltaf hægt að styðjast við BMT stuðulinn. Það getur beinlínis verið hættulegt.“ Hún segir algengt að offita sé vangreind á Íslandi. „Ég held stundum að það sé þessi skömm, og fordómarnir sem eru mjög háværir í samfélaginu og í heilbrigðiskerfinu. Fordómarnir eru líka hjá okkur sjálfum sem erum með þennan sjúkdóm, vegna þess að við höfum svo oft fengið rangar upplýsingar, eins og frá heilsugæslulæknum. Það má segja að við séum brennd af því.“ Fordómar og skömm Þeir sem lifa með offitu þurfa oft á tíðum að lifa við mikla skerðingu á lífsgæðum. „Þeir sem eru með offitu eiga til dæmis erfitt með að fara til tannlæknis, af því að þeir komast ekki í stólinn. Konur með sjúkdóminn forðast að fara í krabbameinsskimanir, vegna þess að skoðunarbekkirnir henta þeim ekki. Þeir sem þjást af offitu eiga erfitt með að nota almenningssamgöngur, þurfa gjarnan tvö eða jafnvel þrjú sæti í flugvél. Það er alltaf þessi mikla skömm sem fylgir þessu. Þeir sem eru með offitu komast kannski ekki inn í segulómunartæki og gangast þarf af leiðandi ekki undir viðeigandi rannsóknir.“ Sólveig bendir einnig á þegar kemur að þeim sem lifa með offitu þá henti ekki sömu úrræðin öllum. „Þú segir ekkert við bara hvaða manneskju með offitu sem er: „Já heyrðu skelltu þér bara á ketó“ eða „Farðu og gúglaðu aðgerðir.“ Þetta er mismunandi eftir hverjum og einum. Fyrir fólk sem lifir með offitu er megrun ekki lausnin, megrun getur beinlínis verið skaðleg. Efnaskiptin hjá þeim sem eru með offitu geta verið allt önnur en hjá heilbrigðum einstaklingum. Megrun getur eyðilagt allt líkamskerfið.“ Við viljum taka á móti fólki, heyra sögur þeirra og gera þeim hátt undir höfði. Við viljum byggja upp þekkingu og þjónustu, koma því inn í skólakerfið og á vinnustaðina og samfélagið allt. Við viljum breyta kerfinu. Það er svo mikil þörf á hugarfarsbreytingu. Viðtökurnar fram úr vonum Sólveig segir að viðtökurnar við stofnun samtakanna hafi verið vonum framar. „Ég vissi að þörfin væri mikil, en aldrei hefði mig órað fyrir hvað okkur hefur verið tekið. Af heilbrigðiskerfinu, af samfélaginu og fólki sem lifir með offitu sem segir bara „Loksins er okkar tími kominn!“ Því raddirnar hafa ekki verið nógu háværar, og á meðan það heyrist ekki í okkur sem lifum með offitu og við gerum ekki kröfur um það sem við þurfum og viljum, þá gerist lítið. Við erum mjög þakklát fyrir allan stuðninginn og það er ótrúlegt hvað viðtökurnar hafa verið góðar,“ segir Sólveig. Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Stofnfundur SFO verður haldinn í sal Hjálpræðishersins á Suðurlandsbraut klukkan 13 í dag, á alþjóðadegi offitu og að sögn Sólveigar eru allir hjartanlega velkomnir. Þá verður streymt frá fundinum í beinni. Markmið samtakanna er meðal annars að koma á stað vitundarvakningu um offitusjúkdóminn og sjá um fræðslu og réttindagæslu. „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast. Við þurfum betri þjónustu. Kerfið þarf að taka betur á móti okkur. Það er eiginlega ekkert kerfi sem tekur á móti þér þegar svona er fyrir þér komið. Það eru bráðaúrræði til staðar, eins og hjá Landspítalanum, en þegar fólk er útskrifað þá er ekkert sem grípur það. Heilsugæslur eiga að fyrsta stigið fyrir okkur til fá hjálp, en málið er að það er engin samræmd þjónusta. Það er ekkert annað stig. Fólki er kannski bara vísað til heimilislæknis, þar sem það fær rangar upplýsingar og slaka þjónustu. Þeim er kannski bara sagt að borða minna og hreyfa sig meira. Það getur virkað eins og olía á eld þegar kemur að sjúkdómnum offitu.“ Birtingarmyndir offitu eru allskonar Sólveig bendir á að á heilsugæslustöðvum er oft á tíðum lítil sem engin þekking, og engin samræmd þjónusta í boði þegar kemur að meðhöndlun á offitu. „Það er til dæmis engin samræmd þjónusta fyrir börn. Börn í dag fá fyrst þjónustu þegar þau eru vigtuð og mæld í skólum og ef það eru frávik þá er foreldrum bent á að hafa samband við viðkomandi heilsugæslu, en þar er litla hjálp að fá, og biðtíminn í Heilsuskólann er eitt til tvö ár. Það eru dæmi um að börn með offitu séu látin bíða of lengi þrói með sér sjúkdóma eins og lifrarbilanir og sykursýki, svo ekki sé minnst á áhrifin sem þetta hefur á félagsleg tengsl. Ofan á allt er þetta dýrt fyrir samfélagið.“ Þá bendir Sólveig á að birtingarmyndir offitu geta verið allskonar. „Offita er ekki alltaf bara það sama og aukakíló eða ofþyngd. Það er margt annað sem getur spilað þarna inn í. Offita getur verið í öllum stærðum. Margir sem þjást af offitu eru búnir að fara í efnaskiptaaðgerðir, breyta um lífsstíl eða prófa lyf. En þessi króníski sjúkdómur er með manni út lífið. Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þjónusta sé til staðar á heilsugæslustöðvum. Fagþjónusta, og kerfi sem grípur fólk þegar sjúkdómurinn fer á fullt. Að dæma manneskju eftir stærð er kolrangt. Og þar af leiðandi er ekki alltaf hægt að styðjast við BMT stuðulinn. Það getur beinlínis verið hættulegt.“ Hún segir algengt að offita sé vangreind á Íslandi. „Ég held stundum að það sé þessi skömm, og fordómarnir sem eru mjög háværir í samfélaginu og í heilbrigðiskerfinu. Fordómarnir eru líka hjá okkur sjálfum sem erum með þennan sjúkdóm, vegna þess að við höfum svo oft fengið rangar upplýsingar, eins og frá heilsugæslulæknum. Það má segja að við séum brennd af því.“ Fordómar og skömm Þeir sem lifa með offitu þurfa oft á tíðum að lifa við mikla skerðingu á lífsgæðum. „Þeir sem eru með offitu eiga til dæmis erfitt með að fara til tannlæknis, af því að þeir komast ekki í stólinn. Konur með sjúkdóminn forðast að fara í krabbameinsskimanir, vegna þess að skoðunarbekkirnir henta þeim ekki. Þeir sem þjást af offitu eiga erfitt með að nota almenningssamgöngur, þurfa gjarnan tvö eða jafnvel þrjú sæti í flugvél. Það er alltaf þessi mikla skömm sem fylgir þessu. Þeir sem eru með offitu komast kannski ekki inn í segulómunartæki og gangast þarf af leiðandi ekki undir viðeigandi rannsóknir.“ Sólveig bendir einnig á þegar kemur að þeim sem lifa með offitu þá henti ekki sömu úrræðin öllum. „Þú segir ekkert við bara hvaða manneskju með offitu sem er: „Já heyrðu skelltu þér bara á ketó“ eða „Farðu og gúglaðu aðgerðir.“ Þetta er mismunandi eftir hverjum og einum. Fyrir fólk sem lifir með offitu er megrun ekki lausnin, megrun getur beinlínis verið skaðleg. Efnaskiptin hjá þeim sem eru með offitu geta verið allt önnur en hjá heilbrigðum einstaklingum. Megrun getur eyðilagt allt líkamskerfið.“ Við viljum taka á móti fólki, heyra sögur þeirra og gera þeim hátt undir höfði. Við viljum byggja upp þekkingu og þjónustu, koma því inn í skólakerfið og á vinnustaðina og samfélagið allt. Við viljum breyta kerfinu. Það er svo mikil þörf á hugarfarsbreytingu. Viðtökurnar fram úr vonum Sólveig segir að viðtökurnar við stofnun samtakanna hafi verið vonum framar. „Ég vissi að þörfin væri mikil, en aldrei hefði mig órað fyrir hvað okkur hefur verið tekið. Af heilbrigðiskerfinu, af samfélaginu og fólki sem lifir með offitu sem segir bara „Loksins er okkar tími kominn!“ Því raddirnar hafa ekki verið nógu háværar, og á meðan það heyrist ekki í okkur sem lifum með offitu og við gerum ekki kröfur um það sem við þurfum og viljum, þá gerist lítið. Við erum mjög þakklát fyrir allan stuðninginn og það er ótrúlegt hvað viðtökurnar hafa verið góðar,“ segir Sólveig.
Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira