Hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu Ingunn Högnadóttir skrifar 6. mars 2023 07:00 Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun