Þrjár konur frá Bólivíu dæmdar til fangelsisvistar fyrir að hafa framvísað fölskum skilríkjum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2023 14:16 Konurnar framvísuðu fölsuðum persónuskilríkjum við komu sína til Íslands í nóvember á síðasta ári. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þær i 45 daga óskilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrjár konur frá Bólivíu til fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar fyrir skjalafals. Konurnar framvísuðu fölsuðum persónuskilríkjum við komu sína til Íslands í nóvember á síðasta ári. Konurnar eru allar ríkisborgarar Bólívíu en framvísuðu fölsuðum dvalarleyfisskírteinum frá Portúgal við komuna til landsins. Í dómsorðum kemur fram að úrlausn málanna hafi litið að því hvort ákærðu hafi vitað að skilríkin væru í raun fölsuð og hafi vísvitandi reynt að blekkja landamæraverði. Framburður þeirra var metinn ótrúverðugur en þær sögðust hafa fengið skilríkin á ferðaskrifstofu í Bólivíu þar sem þær keyptu farmiðana til Íslands. Konurnar fengu einnig útgefið dvalarleyfisskírteini í Evrópu á ferðaskrifstofunni. Sáu á Youtube að Ísland væri öruggur staður Framburður kvennanna var misvísandi í skýrslutöku lögreglu og fyrir dómi þegar þær voru spurðar um tilgang ferðarinnar til Íslands. Við aðalmeðferð málsins sögðust konurnar hafa hist fyrir tilviljun á ferðalagi í Dublin og að þær hafi í kjölfarið ákveðið að ferðast saman til Íslands. Dómara þótti sú skýring ótrúverð. Sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína Ein kvennanna sagðist hafa horft á myndbönd á Youtube og séð að Ísland vær öruggur staður. Tvær kvennanna sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína og önnur þeirra tók fram að kvennamorð væru afar algeng í Bólivíu. Konurnar voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins.Vísir/Vilhelm Konurnar neituðu allar sök og sögðust hafa haldið að um löglega pappíra væri að ræða, þrátt fyrir að dvalarskírteinið hafi verið gefið út á portúgölsku. Auk fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar voru konurnar dæmdar til að greiða laun verjanda sinna, um 240 þúsund krónur hvor. Dómsmál Bólivía Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Konurnar eru allar ríkisborgarar Bólívíu en framvísuðu fölsuðum dvalarleyfisskírteinum frá Portúgal við komuna til landsins. Í dómsorðum kemur fram að úrlausn málanna hafi litið að því hvort ákærðu hafi vitað að skilríkin væru í raun fölsuð og hafi vísvitandi reynt að blekkja landamæraverði. Framburður þeirra var metinn ótrúverðugur en þær sögðust hafa fengið skilríkin á ferðaskrifstofu í Bólivíu þar sem þær keyptu farmiðana til Íslands. Konurnar fengu einnig útgefið dvalarleyfisskírteini í Evrópu á ferðaskrifstofunni. Sáu á Youtube að Ísland væri öruggur staður Framburður kvennanna var misvísandi í skýrslutöku lögreglu og fyrir dómi þegar þær voru spurðar um tilgang ferðarinnar til Íslands. Við aðalmeðferð málsins sögðust konurnar hafa hist fyrir tilviljun á ferðalagi í Dublin og að þær hafi í kjölfarið ákveðið að ferðast saman til Íslands. Dómara þótti sú skýring ótrúverð. Sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína Ein kvennanna sagðist hafa horft á myndbönd á Youtube og séð að Ísland vær öruggur staður. Tvær kvennanna sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína og önnur þeirra tók fram að kvennamorð væru afar algeng í Bólivíu. Konurnar voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins.Vísir/Vilhelm Konurnar neituðu allar sök og sögðust hafa haldið að um löglega pappíra væri að ræða, þrátt fyrir að dvalarskírteinið hafi verið gefið út á portúgölsku. Auk fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar voru konurnar dæmdar til að greiða laun verjanda sinna, um 240 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Bólivía Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira