Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 07:00 Amanda Stavely (fyrir miðju) er á meðal eigenda Newcastle og átti milligöngu um kaup PIF á félaginu. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle. Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum. Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum.
Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira