Ekki beint kostnaðaraukning heldur ný framkvæmd Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 11:34 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir Framkvæmdastjóri Betri samgangna útskýrði í dag í Sprengisandi fimmtán milljarða hækkun á kostnaði við samgöngusáttmála. Þingmaður Miðflokksins segir að það þurfi að skera kostnaðinn niður, meðal annars með því að sleppa ákveðnum verkefnum. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgöngur, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ræddu þeir samgöngusáttmálann sem margir telja að sé þegar sprunginn, áður en framkvæmdir eru hafnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu í síðasta mánuði um að endurskoðunar ákvæði sáttmálans yrði virkjað. Meðal annars vegna þess að lítið hefur gerst á framkvæmdahlið sáttmálans og að kostnaður við sáttmálann hafi aukist um fimmtán milljarða. Davíð segir kostnaðurinn hafi ekki beint aukist heldur sé framkvæmdin við Sæbraut ekki lengur sama framkvæmdin og kveðið var á um í upphafi. „Það voru til gamlar áætlanir fyrir framkvæmdastoppið um mislæg gatnamót. Svo var ákveðið í sáttmálanum að það sé það mikil umferð þarna að það þurfi að gera stokk. Það fellst í því að það þarf að koma fyrir hjólastígum og Borgarlínunni. Þetta snýst ekki bar aum umferðina, þetta snýst líka um borgarbraginn, um hverfið þarna. Að þú getir sett hraðbrautina sem þarna er og verður áfram ofan í jörðina,“ segir Davíð. Ákveðið var að breyta þessu í stokk en hvergi lá fyrir hvað það myndi kosta. Því myndi hann ekki segja kostnaðaraukningin sé fimmtán milljarðar heldur sé þetta allt önnur framkvæmd. Bergþór vill aftur á móti fresta Sæbrautarstokknum um einhvern tíma, jafnvel slá hann alveg af borðinu. Frekar klára Sundabrautina sem sé arðsamasta verkefnið af þeim öllum. „Þannig það sé hægt að tappa af í gegnum hana umferðarflæði áður en við förum í það verkefni sem mögulega verður að þrengja Sæbrautina í 1+1 á framkvæmdatímanum sem verður tvö til þrjú ár. Þar verður allt í köku árum saman ef fram heldur sem horfir. Það verður bara forsmekkur af því sem verður við Miklubrautarstokkinn þegar að því kemur,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþór og Davíð í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Deilt um framtíð samgöngusáttmála Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Sundabraut Vegagerð Sprengisandur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgöngur, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ræddu þeir samgöngusáttmálann sem margir telja að sé þegar sprunginn, áður en framkvæmdir eru hafnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu í síðasta mánuði um að endurskoðunar ákvæði sáttmálans yrði virkjað. Meðal annars vegna þess að lítið hefur gerst á framkvæmdahlið sáttmálans og að kostnaður við sáttmálann hafi aukist um fimmtán milljarða. Davíð segir kostnaðurinn hafi ekki beint aukist heldur sé framkvæmdin við Sæbraut ekki lengur sama framkvæmdin og kveðið var á um í upphafi. „Það voru til gamlar áætlanir fyrir framkvæmdastoppið um mislæg gatnamót. Svo var ákveðið í sáttmálanum að það sé það mikil umferð þarna að það þurfi að gera stokk. Það fellst í því að það þarf að koma fyrir hjólastígum og Borgarlínunni. Þetta snýst ekki bar aum umferðina, þetta snýst líka um borgarbraginn, um hverfið þarna. Að þú getir sett hraðbrautina sem þarna er og verður áfram ofan í jörðina,“ segir Davíð. Ákveðið var að breyta þessu í stokk en hvergi lá fyrir hvað það myndi kosta. Því myndi hann ekki segja kostnaðaraukningin sé fimmtán milljarðar heldur sé þetta allt önnur framkvæmd. Bergþór vill aftur á móti fresta Sæbrautarstokknum um einhvern tíma, jafnvel slá hann alveg af borðinu. Frekar klára Sundabrautina sem sé arðsamasta verkefnið af þeim öllum. „Þannig það sé hægt að tappa af í gegnum hana umferðarflæði áður en við förum í það verkefni sem mögulega verður að þrengja Sæbrautina í 1+1 á framkvæmdatímanum sem verður tvö til þrjú ár. Þar verður allt í köku árum saman ef fram heldur sem horfir. Það verður bara forsmekkur af því sem verður við Miklubrautarstokkinn þegar að því kemur,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþór og Davíð í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Deilt um framtíð samgöngusáttmála
Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Sundabraut Vegagerð Sprengisandur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira