Albert skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2023 21:20 Albert var frábær í kvöld. Twitter@GenoaCFC Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni. Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum. Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum.
Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn