Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:55 Daglegar reykingar eru algengastar hjá konum og körlum sem eru 55 ára og eldri. Getty Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira