Miðlunartillagan samþykkt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2023 11:25 Miðlunartillaga í deilu Eflingar og SA var samþykkt rétt í þessu. Vísir Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. Tillagan var lögð fram miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn eftir fund deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðilar samþykktu þá að fresta öllum verkföllum og verkbönnum sem höfðu verið skipulögð dagana á undan. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir það vera ánægjulegt að fá þessar niðurstöður og að þær hafi verið fyrirséðar. Um er að ræða sömu launahækkanir og eru í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins og gildir samningurinn til 31. janúar 2024. Kauptaxtar aðalkjarasamnings hækka á bilinu 35 þúsund krónur til rúmlega 52 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögunni og er meðalhækkun um 42 þúsund krónur. Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9,5 til 13 prósent og meðalhækkun rúmlega 11 prósent. Kjaratengdir liðir, svo sem bónusar, hækka um fimm prósent nema um annað sé samið, bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um átta prósent, desemberuppbót hækkar í 103 þúsund krónur, og hagvaxtarauka flýtt. Mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33 þúsund krónur. Allar hækkanir eru afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Þá hefur nýtt starfsheiti verið stofnað, Almennt starfsfólk gistihúsa, og þau hækkuð um launaflokk. Einnig höfðu náðst samningar hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa um betri kjör og áhættuþóknun. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tillagan var lögð fram miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn eftir fund deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðilar samþykktu þá að fresta öllum verkföllum og verkbönnum sem höfðu verið skipulögð dagana á undan. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir það vera ánægjulegt að fá þessar niðurstöður og að þær hafi verið fyrirséðar. Um er að ræða sömu launahækkanir og eru í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins og gildir samningurinn til 31. janúar 2024. Kauptaxtar aðalkjarasamnings hækka á bilinu 35 þúsund krónur til rúmlega 52 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögunni og er meðalhækkun um 42 þúsund krónur. Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9,5 til 13 prósent og meðalhækkun rúmlega 11 prósent. Kjaratengdir liðir, svo sem bónusar, hækka um fimm prósent nema um annað sé samið, bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um átta prósent, desemberuppbót hækkar í 103 þúsund krónur, og hagvaxtarauka flýtt. Mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33 þúsund krónur. Allar hækkanir eru afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Þá hefur nýtt starfsheiti verið stofnað, Almennt starfsfólk gistihúsa, og þau hækkuð um launaflokk. Einnig höfðu náðst samningar hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa um betri kjör og áhættuþóknun.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira