Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 10:54 Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri Vísis, og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, ásamt Reimari Péturssyni, lögmanni Sýnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. Dómari í málinu hefur til skoðunar hvort Vísir hafi brotið lög með birtingu fréttar um málið föstudaginn 3. mars. Öllum skýrslutökum í málinu lauk mánudaginn 6. mars og birtu þá aðrir fjölmiðlar fréttir af málinu. Umrædda frétt má lesa hér að neðan. Eins og fram kom í fyrrnefndri frétt telur ritstjórn Vísis að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Reimar Pétursson lögmaður mætti ásamt Erlu Björgu og Margréti Björk í dómsal í morgun og óskaði eftir því að verða skipaður verjandi í málinu. Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fjölmiðillinn yrði sektaður. Fulltrúar Vísis hefðu verið boðið að gera grein fyrir sinni hlið málsins. Reimar óskaði eftir gögnum málsins og ræddi um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni og þá meginreglu að þinghöld skyldu háð í heyranda hljóði. Þá benti hann á að í reglum sem dómari hefur vísað til í málinu segi að ekki megi greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku, í eintölu, fyrr en að henni lokinni. Ekki stæði í lögunum að bannað væri að greina frá því sem fram kæmi fyrr en öllum skýrslutökum í málinu væri lokið. Dómarinn í málinu tilkynnti fjölmiðlamönnum við upphaf aðalmeðferðar fimmtudaginn 19. janúar að samkvæmt fyrstu málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála mætti ekki greina frá framburði aðila úr dómsal þar til aðalmeðferð væri lokið. Minnti dómarinn á þetta við framhald aðalmeðferðar mánudaginn 23. janúar áður en málinu var frestað til 9. og 10. febrúar. Svo fór að öllum skýrslutökum var ekki lokið fyrr en mánudaginn 6. mars eða um sjö vikum eftir að aðalmeðferðin hófst. Vísir hefur fjallað um þessa nýlegu breytingu á lögum sem ætlað var að takmarka samtímaendursögn úr þinghaldi. Fréttina má lesa að neðan. Málflutningur í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Saksóknari og verjendur munu færa rök fyrir sínu máli í dag. Þá má reikna með að dómur í málinu verði kveðinn upp eftir um fjórar vikur. Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Dómstólar Tengdar fréttir Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Dómari í málinu hefur til skoðunar hvort Vísir hafi brotið lög með birtingu fréttar um málið föstudaginn 3. mars. Öllum skýrslutökum í málinu lauk mánudaginn 6. mars og birtu þá aðrir fjölmiðlar fréttir af málinu. Umrædda frétt má lesa hér að neðan. Eins og fram kom í fyrrnefndri frétt telur ritstjórn Vísis að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Reimar Pétursson lögmaður mætti ásamt Erlu Björgu og Margréti Björk í dómsal í morgun og óskaði eftir því að verða skipaður verjandi í málinu. Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fjölmiðillinn yrði sektaður. Fulltrúar Vísis hefðu verið boðið að gera grein fyrir sinni hlið málsins. Reimar óskaði eftir gögnum málsins og ræddi um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni og þá meginreglu að þinghöld skyldu háð í heyranda hljóði. Þá benti hann á að í reglum sem dómari hefur vísað til í málinu segi að ekki megi greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku, í eintölu, fyrr en að henni lokinni. Ekki stæði í lögunum að bannað væri að greina frá því sem fram kæmi fyrr en öllum skýrslutökum í málinu væri lokið. Dómarinn í málinu tilkynnti fjölmiðlamönnum við upphaf aðalmeðferðar fimmtudaginn 19. janúar að samkvæmt fyrstu málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála mætti ekki greina frá framburði aðila úr dómsal þar til aðalmeðferð væri lokið. Minnti dómarinn á þetta við framhald aðalmeðferðar mánudaginn 23. janúar áður en málinu var frestað til 9. og 10. febrúar. Svo fór að öllum skýrslutökum var ekki lokið fyrr en mánudaginn 6. mars eða um sjö vikum eftir að aðalmeðferðin hófst. Vísir hefur fjallað um þessa nýlegu breytingu á lögum sem ætlað var að takmarka samtímaendursögn úr þinghaldi. Fréttina má lesa að neðan. Málflutningur í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Saksóknari og verjendur munu færa rök fyrir sínu máli í dag. Þá má reikna með að dómur í málinu verði kveðinn upp eftir um fjórar vikur.
Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Dómstólar Tengdar fréttir Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37