Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. mars 2023 11:46 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stuttu eftir að niðurstaðan var kynnt í dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. Miðlunartillagan sem settur sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, lagði fram í deilu Eflingar og SA var samþykkt í vikunni. Greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag en tillagan öðlast strax gildi kjarasamnings. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vænt mikilla vendinga í málinu en þó hafi það verið ánægjulegt að fá þessa niðurstöðu í málið. Hún hafi þó verið fyrirsjáanleg. „Ég held að það sé ágætt að það sé komin niðurstaða í þetta mál. Miðlunartillaga er mjög lýsandi orð. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu frá ríkissáttasemjara. Þegar upp er staðið held ég að þetta sé ágætlega farsæl lausn. Ég hef hins vegar gert mjög alvarlegar athugasemdir við fulla afturvirkni sem er tryggð í þessari miðlunartillögu. Ég tel að það sé röng niðurstaða og lagði fast að ríkissáttasemjara að draga einhverja afturvirkni til baka til þess að senda þau skilaboð inn í framtíðina að verkföll borga sig ekki eins og sannaðist í þessu dæmi,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Ágætlega farsæl lausn Hann segir að ef hann væri sjálfur meðlimur Eflingar myndi hann reyna að fá svör frá stéttarfélaginu hverju þeirra barátta skilaði í þessari deilu. „Miðlunartillagan er eins og hún er, það sem er mest um vert er það að krafist var Eflingarsamnings fyrir Eflingarfólk. Niðurstaðan er SGS-samningur fyrir SGS-félögin hringinn í kringum landið. Það er besta niðurstaðan og sú niðurstaða sem við væntum frá upphafi,“ segir Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, vegna niðurstöðunnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Miðlunartillagan sem settur sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, lagði fram í deilu Eflingar og SA var samþykkt í vikunni. Greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag en tillagan öðlast strax gildi kjarasamnings. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vænt mikilla vendinga í málinu en þó hafi það verið ánægjulegt að fá þessa niðurstöðu í málið. Hún hafi þó verið fyrirsjáanleg. „Ég held að það sé ágætt að það sé komin niðurstaða í þetta mál. Miðlunartillaga er mjög lýsandi orð. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu frá ríkissáttasemjara. Þegar upp er staðið held ég að þetta sé ágætlega farsæl lausn. Ég hef hins vegar gert mjög alvarlegar athugasemdir við fulla afturvirkni sem er tryggð í þessari miðlunartillögu. Ég tel að það sé röng niðurstaða og lagði fast að ríkissáttasemjara að draga einhverja afturvirkni til baka til þess að senda þau skilaboð inn í framtíðina að verkföll borga sig ekki eins og sannaðist í þessu dæmi,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Ágætlega farsæl lausn Hann segir að ef hann væri sjálfur meðlimur Eflingar myndi hann reyna að fá svör frá stéttarfélaginu hverju þeirra barátta skilaði í þessari deilu. „Miðlunartillagan er eins og hún er, það sem er mest um vert er það að krafist var Eflingarsamnings fyrir Eflingarfólk. Niðurstaðan er SGS-samningur fyrir SGS-félögin hringinn í kringum landið. Það er besta niðurstaðan og sú niðurstaða sem við væntum frá upphafi,“ segir Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, vegna niðurstöðunnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira