Fengu mun hærra verðmat eftir að hafa „hvítþvegið“ heimili sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2023 08:44 Fasteignaverð í San Francisco er með því hæsta í Bandaríkjunum. Bandarískt par hefur náð sátt við fasteignamatsfyrirtæki sem parið sakaði um að hafa metið heimili sitt undir markaðsvirði vegna þess að bæði eru svört. Fyrirtækið mat húsið á 900 þúsund dollara en það var seinna metið á 1,5 milljón dollara. Tenisha Tate-Austin og Paul Austin keyptu heimili sitt í San Francisco árið 2016 fyrir um það bil 550 þúsund dollara. Árið 2020 ákváðu þau að endurfjármagna en árið áður, eftir framkvæmdir, hafði húsið verið metið á 1,4 milljón dollara. Við endurfjármögnuna mat áðurnefnt fyrirtæki húsið hins vegar á aðeins 900 þúsund dollara. Þau ákváðu því að gera tilraun og fjarlægðu öll ummerki um að svört fjölskylda byggi í húsinu. Þá fengu þau hvíta vinkonu sína til að þykjast eiga húsið og fengu svo annað fyrirtæki til að verðmeta. Það komst að þeirri niðurstöðu að heimilið væri nærri 1,5 milljón dollara virði. „Þetta var léttir... svona „Ég sagði það“. En svo upplifir maður bara depurð,“ sagði Tate-Austin í samtali við CBS News árið 2021. Hún sagði sorglegt að þurfa að grípa til ofangreinds úrræðis til að fá rétt mat á húsið. Parið fór í mál við fyrra fyrirtækið og hefur nú samið um ótilgreindar bætur. Samkvæmt frétt BBC um málið er parið langt í frá það eina sem hefur þurft að grípa til þess að „hvítta“ heimili sitt til að fá rétt verðmat. Gögn benda til þess að í hverfum þar sem meirihluti íbúa tilheyrir minnihluta séu heimili oftsinnis vanmetin. Þá ber að geta þess að 92,4 prósent þeirra sem starfa við fasteignamat eru hvítir. Bandaríkin Mannréttindi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Tenisha Tate-Austin og Paul Austin keyptu heimili sitt í San Francisco árið 2016 fyrir um það bil 550 þúsund dollara. Árið 2020 ákváðu þau að endurfjármagna en árið áður, eftir framkvæmdir, hafði húsið verið metið á 1,4 milljón dollara. Við endurfjármögnuna mat áðurnefnt fyrirtæki húsið hins vegar á aðeins 900 þúsund dollara. Þau ákváðu því að gera tilraun og fjarlægðu öll ummerki um að svört fjölskylda byggi í húsinu. Þá fengu þau hvíta vinkonu sína til að þykjast eiga húsið og fengu svo annað fyrirtæki til að verðmeta. Það komst að þeirri niðurstöðu að heimilið væri nærri 1,5 milljón dollara virði. „Þetta var léttir... svona „Ég sagði það“. En svo upplifir maður bara depurð,“ sagði Tate-Austin í samtali við CBS News árið 2021. Hún sagði sorglegt að þurfa að grípa til ofangreinds úrræðis til að fá rétt mat á húsið. Parið fór í mál við fyrra fyrirtækið og hefur nú samið um ótilgreindar bætur. Samkvæmt frétt BBC um málið er parið langt í frá það eina sem hefur þurft að grípa til þess að „hvítta“ heimili sitt til að fá rétt verðmat. Gögn benda til þess að í hverfum þar sem meirihluti íbúa tilheyrir minnihluta séu heimili oftsinnis vanmetin. Þá ber að geta þess að 92,4 prósent þeirra sem starfa við fasteignamat eru hvítir.
Bandaríkin Mannréttindi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira