„Aron er enginn leiðtogi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2023 09:00 Aron Pálmarsson átti ekki góðan leik í Brno. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta vantar sárlega leiðtoga. Þetta var meðal þess sem var rætt í Handkastinu í gær. Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 22-17, í Brno í undankeppni EM 2024 í fyrradag. Frammistaða íslenska liðsins var afleit, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem það skoraði aðeins sjö mörk. Arnar Daði Arnarsson lét gamminn geysa í Handkastinu ásamt Henry Birgi Gunnarssyni og Valtý Birni Valtýssyni. „Það er andleysi í færanýtingu og varnarleiknum í fyrri hálfleik. Menn kláruðu ekki maður á mann stöðu og þurftu alltaf hjálparvörn. Þetta er leiðtogalaus her. Það er enginn sem tekur af skarið. Jújú, við heyrðum einhver leikhlé þar sem menn voru gargandi út í loftið,“ sagði Arnar Daði. „Það er enginn sem tekur af skarið í sókninni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] hnoðar og hnoðar og hnoðar en ekkert kemur úr bakstrinum. Sóknarleikur í seinni hálfleik var algjörlega handónýtur. Eina sem gerðist í seinni hálfleik var að vörnin þéttist aðeins og Björgvin [Páll Gústavsson] hélt sjó. Og seinni bylgjan, þetta er eins og að horfa á krakka í 7. flokki hlaupa upp völlinn.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, náði sér engan veginn á strik í leiknum í fyrradag. „Hver á að draga liðið upp úr skítnum? Hver er leiðtoginn? Aron Pálmarsson er fyrirliði en enginn leiðtogi. Hann sýnir það enn og aftur að hann höndlar ekki að vera leiðtogi í þessu liði. Hann skorar alltaf fyrsta mark leiksins og hann gerði það í gær en það var eina markið hans. Hann skoraði eitt mark úr fimm skotum og var með að minnsta kosti þrjá tapaða bolta,“ sagði Henry Birgir. „Aron var ævintýralega lélegur í þessum leik. Hann var brjálaður út í sjálfan sig. Við erum búin að bíða og bíða og bíða eftir að Aron stígi upp sem leiðtogi en það gerist ekki. Að mínu mati er Aron búinn að spila sig út sem byrjunarliðsmaður.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 22-17, í Brno í undankeppni EM 2024 í fyrradag. Frammistaða íslenska liðsins var afleit, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem það skoraði aðeins sjö mörk. Arnar Daði Arnarsson lét gamminn geysa í Handkastinu ásamt Henry Birgi Gunnarssyni og Valtý Birni Valtýssyni. „Það er andleysi í færanýtingu og varnarleiknum í fyrri hálfleik. Menn kláruðu ekki maður á mann stöðu og þurftu alltaf hjálparvörn. Þetta er leiðtogalaus her. Það er enginn sem tekur af skarið. Jújú, við heyrðum einhver leikhlé þar sem menn voru gargandi út í loftið,“ sagði Arnar Daði. „Það er enginn sem tekur af skarið í sókninni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] hnoðar og hnoðar og hnoðar en ekkert kemur úr bakstrinum. Sóknarleikur í seinni hálfleik var algjörlega handónýtur. Eina sem gerðist í seinni hálfleik var að vörnin þéttist aðeins og Björgvin [Páll Gústavsson] hélt sjó. Og seinni bylgjan, þetta er eins og að horfa á krakka í 7. flokki hlaupa upp völlinn.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, náði sér engan veginn á strik í leiknum í fyrradag. „Hver á að draga liðið upp úr skítnum? Hver er leiðtoginn? Aron Pálmarsson er fyrirliði en enginn leiðtogi. Hann sýnir það enn og aftur að hann höndlar ekki að vera leiðtogi í þessu liði. Hann skorar alltaf fyrsta mark leiksins og hann gerði það í gær en það var eina markið hans. Hann skoraði eitt mark úr fimm skotum og var með að minnsta kosti þrjá tapaða bolta,“ sagði Henry Birgir. „Aron var ævintýralega lélegur í þessum leik. Hann var brjálaður út í sjálfan sig. Við erum búin að bíða og bíða og bíða eftir að Aron stígi upp sem leiðtogi en það gerist ekki. Að mínu mati er Aron búinn að spila sig út sem byrjunarliðsmaður.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira