Félagaskipti Cristiano Ronaldo til Al-Nassr vöktu mikla athygli og ekki síst brottför hans frá Manchester United. Ronaldo hefur byrjað frábærlega með sínu nýja liði og er búinn að skora tíu mörk í átta leikjum fyrir félagið.
Leikurinn í kvöld var sannkallaður toppslagur. Al-Nassr var fyrir leikinní efsta sæti sádísku deildarinnar með 46 stig en Al-Ittihad í öðru sæti með 44 stig.
Það stefndi lengi vel í að leikurinn yrði markalaus. Staðan var 0-0 þangað til skammt var eftir en hinn brasilíski Romarinho skoraði hins vegar sigurmarkið fyrir Al-Ittihad tíu mínútum fyrir leikslok.
Al-Ittihad er því komið með eins stigs forskot á Al-Nassr á toppi deildarinnar þegar bæði lið hafa leikið tuttugu leiki.