
Sádiarabíski boltinn

Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum
Jóhann Berg Guðmundsson mun ekki spila áfram í sádi-arabíska fótboltanum en hann verður samt áfram á Arabíuskaganum.

Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo
Cristiano Ronaldo skrifaði undir nýjan samning við Al Nassr í vikunni og hækkaði þar launin sín sem voru fyrir þau langhæstu í fótboltaheiminum.

Cristiano Ronaldo sagður fá 143 milljónir í laun á dag
Cristiano Ronaldo hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr og mun því spila áfram á Arabíuskaganum.

Ronaldo semur um að spila til 42 ára aldurs
Cristiano Ronaldo hefur nú skrifað undir nýjan samning við sádiarabíska félagið Al-Nassr og heldur því kyrru fyrir hjá félaginu.

Ronaldo að semja á ný við Al-Nassr
Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo er við það að skrifa undir nýjan samning við sádiarabíska félagið Al-Nassr.

Forseti Al-Hilal ósáttur við launakröfur: „Við prentum ekki peninga“
Forseti Al-Hilal í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í fótbolta segir himinháar launakröfur leikmanna ástæðu þess að félagið fékk engan til sín fyrir HM félagsliða. Mikill misskilningur sé að sádi-arabísku stórliðin geti eytt endalaust.

Inzaghi hættur með Inter og stýrir nýju liði á HM
Ítalski stjórinn Simone Inzaghi hefur ákveðið, eftir að hafa í annað sinn á þremur árum komið Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, að segja skilið við félagið og taka við Al Hilal í Sádi-Arabíu.

Ronaldo segir þessum kafla lokið
Cristiano Ronaldo virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir sádiarabíska félagið Al Nassr í gær, þegar hann skoraði sitt 800. mark fyrir félagslið á ferlinum.

Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“
Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins.

Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“
Þrátt fyrir að hafa áður spilað með tveimur af allra bestu fótboltaliðum heims þá hefur Sara Björk Gunnarsdóttir hvergi fengið hærri laun en í Sádi-Arabíu í vetur. Hún á í viðræðum um að spila þar áfram á næstu leiktíð.

Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“
Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna.

Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims
Þriðja árið í röð er knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo tekjuhæsti íþróttamaður heims, samkvæmt úttekt tímaritsins Forbes, með næstum því tvöfalt hærri tekjur en næsti maður á listanum, Steph Curry.

Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eitt marka Al Orubah í frábærum endurkomu sigri á Al Riyadh í efstu deild karla í Sádi-Arabíu.

Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram
Cristiano Ronaldo þarf enn að bíða eftir fyrsta stóra titlinum með Al Nassr eftir að sádiarabíska liðið tapaði 3-2 gegn Kawasaki Frontale frá Japan í undanúrslitum Meistaradeildar Asíu í dag.

Sara Björk skoraði tvö í stórsigri
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvennu í 8-0 sigri Al Qadsiah á Al Taraji í efstu deild Sádi-Arabíu.

Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Al Orubah þurftu að sætta sig við tap á heimavelli í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum
Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Al Qadsiah þegar liðið mætti Al Ahli í úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Sádi-Arabíu. Eftir að komast yfir máttu Sara Björk og stöllur þola súrt 2-1 tap.

Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Al Qadisiya höfðu sætaskipti við Al Shabab í kvöld eftir frábæran útisigur í leik liðanna í sádi-arabísku deildinni.

Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Vangaveltur halda áfram um framtíð Virgils van Dijk nú þegar samningur hans við Liverpool rennur brátt út. Hann er með til skoðunar tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu sem sækir fast að fá Hollendinginn fyrir HM félagsliða í sumar.

Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt
Cristiano Ronaldo skoraði eitt markanna þegar Al Nassr komst áfram í kvöld í Meistaradeild Asíu í fótbolta.

Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar
Aleksandar Mitrovic, leikmaður Al-Hilal í Sádi-Arabíu, var fluttur á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar.

Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér
Cristiano Ronaldo var ekki á því að hann ætti tvífara uppi í stúku á leik Al Nassr gegn Al Shabab í sádiarabísku úrvalsdeildinni í gær og lét hann vita af því með dálítið harkalegu gríni.

Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo
Íranska sendiráðið í Bretlandi segir það ekki vera rétt að til hafi staðið að veita Cristiano Ronaldo svipuhögg líkt og haldið var fram í fjölda fjölmiðla í gær.

Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg
Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur þegar lið hans spilaði mikilvægan leik í Meistaradeild Asíu í gær. Það var mjög sérstök ástæða fyrir því.

Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði hreint út sagt frábært mark þegar lið hans Al Orubah vann frægkinn 2-1 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í efstu deild Sádi-Arabíu.

Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilegt mark í 2-1 sigri Al Orubah á Al Nassr í efstu deild Sádi-Arabíu. Cristiano Ronaldo lék allan leikinn fyrir Al Nassr en komst ekki á blað.

Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni
Cristiano Ronaldo skoraði laglegt skallamark í 2-0 sigri Al Nassr á Al Wehda í sádi-arabísku deildinni í fótbolta í gær en portúgalska stórstjarnan hefði getað skorað annað mark í þessum leik.

Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Al Orobah í 2-1 sigri gegn Damac í 22. umferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar.

Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni
Aron Einar Gunnarsson og félagar í katarska liðinu Al Gharafa hafa lokið keppni í Meistaradeild Asíu. Það varð ljóst eftir 4-2 tap gegn Al Ahli.

Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp annað marka Al-Orobah í 2-0 sigri liðsins á Al-Kholood í sádiarabísku deildinni í fótbolta síðdegis. Aðra helgina í röð leggur Jóhann upp í sigri.