Rúnar: Er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 10:30 Rúnar Kristinsson að stýra KR-liðinu á hliðarlínunni í fyrrasumar. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið stefnan að yngja KR-liðið töluvert upp fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta sem hefst eftir mánuð. Gengi KR var upp og ofan í fyrra en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og missti af Evrópusæti. Málefni utan vallar settu lit á sumarið til að mynda hvað varðar kvennalið félagsins og Kjartan Henry Finnbogason. Það er hins vegar að baki og í samtali við Val Pál Eiríksson þá segist Rúnar vera spenntur fyrir komandi sumri. „Þetta er alltaf jafn gaman. Miklar áskoranir og mikil vinna sem þarf alltaf að eiga sér stað en hvort sem það gangi vel eða illa þá þurfum við alltaf að byrja upp á nýtt og stokka spilin. Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli ára og þær eru töluvert miklar hjá okkur núna sem er bara ágætlega jákvætt,“ sagði Rúnar Kristinsson. Leikmenn á við Pálma Rafn Pálmason, Arnór Svein Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason yfirgáfu KR í vetur en þeir eru allir nær fertugu en þrítugu. Yngri menn hafa komið inn í þeirra stað. „Við vorum með töluvert fullorðið lið í fyrra, hitt í fyrra og þar áður líka. Það gengur auðvitað misvel að ná í leikmenn og annað slíkt. Okkur hefur tekist vel til núna. Það eru ófyrirsjáanlega leikmenn að hætta og aðrir að breyta um. Þá var orðið tímabært fyrir okkur að fara í yngri leikmenn og yngja liðið upp,“ sagði Rúnar. „Þá verður einhver að taka við keflinu og við tókum þetta bara alla leið núna. Ég er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt,“ sagði Rúnar og hann er sáttur með leikmannahópinn. „Ég held að við séum búnir að vinna okkar vinnu ágætlega núna. Það tók kannski aðeins lengri tíma en maður hefði óskað sér. Ég hefði viljað vera tilbúinn með liðið fyrr en engu að síður er þetta að þróast í mjög góða átt,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að vera mjög ánægðir með undirbúningstímabilið til þessa og leikmannahópurinn er orðinn flottur. Við bíðum eftir einum leikmanni sem er að æfa með okkur en við erum ekki búnir að ganga frá við ítalska félagið sem hann er koma frá,“ sagði Rúnar og nefnir þar hinn bráðefnilega Benoný Breki Andrésson sem er sautján ára. Markmiðin í Vesturbænum hafa ekkert breyst. „Það er alltaf sama markmið hjá KR sem er að vera að berjast um titla og berjast um Evrópusæti. Vera í topp þremur. Það er bara þannig,“ sagði Rúnar. Besta deild karla KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
Gengi KR var upp og ofan í fyrra en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og missti af Evrópusæti. Málefni utan vallar settu lit á sumarið til að mynda hvað varðar kvennalið félagsins og Kjartan Henry Finnbogason. Það er hins vegar að baki og í samtali við Val Pál Eiríksson þá segist Rúnar vera spenntur fyrir komandi sumri. „Þetta er alltaf jafn gaman. Miklar áskoranir og mikil vinna sem þarf alltaf að eiga sér stað en hvort sem það gangi vel eða illa þá þurfum við alltaf að byrja upp á nýtt og stokka spilin. Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli ára og þær eru töluvert miklar hjá okkur núna sem er bara ágætlega jákvætt,“ sagði Rúnar Kristinsson. Leikmenn á við Pálma Rafn Pálmason, Arnór Svein Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason yfirgáfu KR í vetur en þeir eru allir nær fertugu en þrítugu. Yngri menn hafa komið inn í þeirra stað. „Við vorum með töluvert fullorðið lið í fyrra, hitt í fyrra og þar áður líka. Það gengur auðvitað misvel að ná í leikmenn og annað slíkt. Okkur hefur tekist vel til núna. Það eru ófyrirsjáanlega leikmenn að hætta og aðrir að breyta um. Þá var orðið tímabært fyrir okkur að fara í yngri leikmenn og yngja liðið upp,“ sagði Rúnar. „Þá verður einhver að taka við keflinu og við tókum þetta bara alla leið núna. Ég er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt,“ sagði Rúnar og hann er sáttur með leikmannahópinn. „Ég held að við séum búnir að vinna okkar vinnu ágætlega núna. Það tók kannski aðeins lengri tíma en maður hefði óskað sér. Ég hefði viljað vera tilbúinn með liðið fyrr en engu að síður er þetta að þróast í mjög góða átt,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að vera mjög ánægðir með undirbúningstímabilið til þessa og leikmannahópurinn er orðinn flottur. Við bíðum eftir einum leikmanni sem er að æfa með okkur en við erum ekki búnir að ganga frá við ítalska félagið sem hann er koma frá,“ sagði Rúnar og nefnir þar hinn bráðefnilega Benoný Breki Andrésson sem er sautján ára. Markmiðin í Vesturbænum hafa ekkert breyst. „Það er alltaf sama markmið hjá KR sem er að vera að berjast um titla og berjast um Evrópusæti. Vera í topp þremur. Það er bara þannig,“ sagði Rúnar.
Besta deild karla KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira