Á vef Veðurstofunnar segir að áfram verði kalt í veðri með frosti á bilinu fimm til fimmtán stig. Kaldast verður inn til landsins.
Hvessir og bætir í él austantil um tíma á mánudag og þriðjudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil él á norðanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Frost víða á bilinu 8 til 16 stig.
Á mánudag: Norðlæg átt 8-15 með éljum, en bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Áfram kalt í veðri. Hvessir austantil um kvöldið.
Á þriðjudag og miðvikudag: Norðlæg átt með éljum eða snjókomu á norðurhelmingi landsins, en bjart með köflum sunnanlands. Frost 5 til 13 stig.
Á fimmtudag: Útlit fyrir norðlæga átt, bjart að mestu en dálítil él á norðanverðu landinu. Frost 6 til 15 stig.