Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 09:07 Rannsóknarlögreglumenn við byggingu votta Jehóva í Hamborg í norðanverðu Þýskalandi í morgun. AP/Steven Hutchings/Tnn/dpa Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. Fleiri eru særðir, sumir þeirra alvarlega, eftir skotárásina í gærkvöldi. Lögregla segir að svo virðist sem að byssumaðurinn sjálfur sé á meðal þeirra átta sem eru látnir. AP-fréttastofan segir að rannsóknarlögreglumenn hafi unnið á vettvangi í alla nótt. Yfirvöld í Hamborg hafa boðað til blaðamannafundar um árásina klukkan 11:00 í dag. Ríkissalur votta er í Gross Borstel-hverfinu, nokkra kílómetra frá miðborg Hamborgar. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 21:15 að staðartíma í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir fólk með skotsár á jarðhæðinni. Þeir heyrðu byssuhvell á hæð fyrir ofan þá og fundu helsærðan mann sem kann að hafa verið byssumaðurinn. Íbúar í nágrenninu fengu skilaboð í síma sína um lífshættulegar aðstæður og var svæðið í kringum vettvanginn lokað af. Nágrannar segja AP að þeir hafi heyrt fjölda byssuhvella. Einn þeirra myndaði mann sem skaut ítrekað í gegnum glugga á annarri hæð. Hann segist hafa heyrt á þriðja tug hvella. Um fimm mínútum síðar, eftir að lögregla var komin á staðinn, hafi einn hvellur heyrst til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lýsti skotárásinni í Hamborg í gærkvöldi sem „hrottalegu ofbeldisverki“. Vottar Jehóva sögðu í yfirlýsingu að samfélag þeirra væri slegið yfir hræðilegri árásinni á trúbræður þeirra eftir guðsþjónustu í Hamborg. Ströng skotvopnalöggjöf er í Þýskalandi en þrátt fyrir það hafa mannskæðar skotárásir átt sér stað þar á undanförnum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hægriöfgamaður skaut níu manns til bana, þar á meðal tyrkneska innflytjendur, í Hanau áður en hann skaut sjálfan sig og móður sína í febrúar árið 2020. Byssumaður skaut tvo til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni Halle á friðþægingardegi gyðinga í október 2019. Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Fleiri eru særðir, sumir þeirra alvarlega, eftir skotárásina í gærkvöldi. Lögregla segir að svo virðist sem að byssumaðurinn sjálfur sé á meðal þeirra átta sem eru látnir. AP-fréttastofan segir að rannsóknarlögreglumenn hafi unnið á vettvangi í alla nótt. Yfirvöld í Hamborg hafa boðað til blaðamannafundar um árásina klukkan 11:00 í dag. Ríkissalur votta er í Gross Borstel-hverfinu, nokkra kílómetra frá miðborg Hamborgar. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 21:15 að staðartíma í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir fólk með skotsár á jarðhæðinni. Þeir heyrðu byssuhvell á hæð fyrir ofan þá og fundu helsærðan mann sem kann að hafa verið byssumaðurinn. Íbúar í nágrenninu fengu skilaboð í síma sína um lífshættulegar aðstæður og var svæðið í kringum vettvanginn lokað af. Nágrannar segja AP að þeir hafi heyrt fjölda byssuhvella. Einn þeirra myndaði mann sem skaut ítrekað í gegnum glugga á annarri hæð. Hann segist hafa heyrt á þriðja tug hvella. Um fimm mínútum síðar, eftir að lögregla var komin á staðinn, hafi einn hvellur heyrst til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lýsti skotárásinni í Hamborg í gærkvöldi sem „hrottalegu ofbeldisverki“. Vottar Jehóva sögðu í yfirlýsingu að samfélag þeirra væri slegið yfir hræðilegri árásinni á trúbræður þeirra eftir guðsþjónustu í Hamborg. Ströng skotvopnalöggjöf er í Þýskalandi en þrátt fyrir það hafa mannskæðar skotárásir átt sér stað þar á undanförnum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hægriöfgamaður skaut níu manns til bana, þar á meðal tyrkneska innflytjendur, í Hanau áður en hann skaut sjálfan sig og móður sína í febrúar árið 2020. Byssumaður skaut tvo til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni Halle á friðþægingardegi gyðinga í október 2019.
Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira