Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 10:34 Donald Trump gæti orðið fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sætir ákæru. AP/Alex Brandon Umdæmissaksóknari í New York er sagður hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir sinn þátt í að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um framhjáhald hans. Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti. Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti.
Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00