Söfnun fyrir ungbörn fer vel af stað Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 11:42 Ljósmæðrafélag Íslands í samvinnu við Vinnumálastofnun stendur fyrir söfnun á ungbarnafatnaði og öðrum nauðsynlegum hlutum fyrir nýbura. Vísir/Vilhelm Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnun á barnafatnaði og öðrum nauðsynjum fyrir nýbura hafa farið vel af stað. Konur sem hafi fengið hæli hér á landi skorti oft þessa hluti og hafi einnig ekki alltaf áttað sig á veðurfarinu á Íslandi. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð. Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð.
Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira