Byssumaðurinn sagði skilið við söfnuðinn í illu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 14:23 Lík eins fórnarlambanna flutt í sendiferðabíl frá ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi í morgun. AP/Markus Schreiber Karlmaður á fertugsaldri sem skaut sex manns og ófætt barn til bana í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í gærkvöldi sagði skilið við söfnuðinn í illu fyrir einu og hálfu ári, að sögn þýska yfirvalda. Lögregla ræddi við manninn í janúar þegar henni barst ábending um að hann hefði sýnt reiði í garð trúaðra. Átta til viðbótar eru særðir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að tala látinna gæti hækkað enn. Um fimmtíu manns voru í samkomusalnum þegar skotárásin hófst, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fórnarlömbin eru öll þýskir ríkisborgarar fyrir utan tvær konur sem særðust. Önnur þeirra er frá Úganda en hin frá Úkraínu. Á meðal þeirra látnu voru fjórir karlar og tvær konur auk ófædds stúlkubarns. Lögreglan segir að móðir þess hafi lifað af. Byssumaðurinn svipti sig lífi. Lögregla viðurkenndi í dag að henni hefði borist nafnlaus ábending um að byssumaðurinn hefði sýnt sérstaka reiði í garð trúarhópa, votta sérstaklega og vinnuveitanda síns í janúar. Hann kynni að vera óhæfur andlega til þess að eiga skotvopn. Maðurinn hafi reynst samvinnuþýður og lögregla ekki haft neina ástæðu til þess að svipta hann hálfsjálfvirkri skammbyssu sem hann átti löglega. Árásarmaðurinn hefur aðeins verið nafngreindur sem Philipp F. en hann var 35 ára gamall þýskur ríkisborgari. Lögregla segir að hann hafi gengið sjálfviljugur úr vottasöfnuðinum fyrir einu og hálfu ári en svo virðist sem að það hafi ekki verið í góðu. Yfirvöld segjast hafa útilokað að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Talið er að morðinginn hafi skotið oftar en hundrað sinnum inni í salnum. Lögreglumenn virðast hafa komið á vettvang þegar árásin var enn í gangi. Þegar þá bar að garði hafi byssumaðurinn hlaupið upp á efri hæð byggingarinnar og skotið sjálfan sig. Lögreglan telur að hún hafi forðað frekari mannfalli þrátt fyrir að hún hafi ekki þurft að beita skotvopnum til að stöðva morðingjann. Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07 „Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Átta til viðbótar eru særðir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að tala látinna gæti hækkað enn. Um fimmtíu manns voru í samkomusalnum þegar skotárásin hófst, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fórnarlömbin eru öll þýskir ríkisborgarar fyrir utan tvær konur sem særðust. Önnur þeirra er frá Úganda en hin frá Úkraínu. Á meðal þeirra látnu voru fjórir karlar og tvær konur auk ófædds stúlkubarns. Lögreglan segir að móðir þess hafi lifað af. Byssumaðurinn svipti sig lífi. Lögregla viðurkenndi í dag að henni hefði borist nafnlaus ábending um að byssumaðurinn hefði sýnt sérstaka reiði í garð trúarhópa, votta sérstaklega og vinnuveitanda síns í janúar. Hann kynni að vera óhæfur andlega til þess að eiga skotvopn. Maðurinn hafi reynst samvinnuþýður og lögregla ekki haft neina ástæðu til þess að svipta hann hálfsjálfvirkri skammbyssu sem hann átti löglega. Árásarmaðurinn hefur aðeins verið nafngreindur sem Philipp F. en hann var 35 ára gamall þýskur ríkisborgari. Lögregla segir að hann hafi gengið sjálfviljugur úr vottasöfnuðinum fyrir einu og hálfu ári en svo virðist sem að það hafi ekki verið í góðu. Yfirvöld segjast hafa útilokað að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Talið er að morðinginn hafi skotið oftar en hundrað sinnum inni í salnum. Lögreglumenn virðast hafa komið á vettvang þegar árásin var enn í gangi. Þegar þá bar að garði hafi byssumaðurinn hlaupið upp á efri hæð byggingarinnar og skotið sjálfan sig. Lögreglan telur að hún hafi forðað frekari mannfalli þrátt fyrir að hún hafi ekki þurft að beita skotvopnum til að stöðva morðingjann.
Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07 „Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07
„Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59