Frávísun í hryðjuverkamálinu staðfest með minnsta mun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2023 15:53 Sindri Snær ásamt Sveini Andra Sveinssyni, verjanda sínum, þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest frávísun á þeim köflum ákæru á hendur tveimur karlmönnum á þrítugsaldri er fjallar um hryðjuverk, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Tveir dómarar Landsréttar vildu staðfesta frávísun úr héraðsdómi en einn vildi fella úrskurðinn úr héraði úr gildi. Héraðssaksóknari hefur þrjá mánuði til að gefa út nýja ákæru. Tveir eru ákærðir í málinu, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Taldi Landsréttur slíka ágalla á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Ákæran væri því haldin slíkum annmörkum að hún fullnægði ekki skilyrðum. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Sögðu hættuástandi hafa verið aflýst Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Klippa: Blaðamannafundur lögreglu vegna gruns um hryðjuverk Lagt var hald á skotvopn og eru Sindri Snær og Ísidór sömuleiðis ákærðir fyrir vopnalagabrot. Þeir hafa þegar játað aðkomu sína að stórum hluta hvað vopnalagabrotin varðar. Hins vegar er héraðssaksóknari í tómum vandræðum þegar kemur að ákærunni fyrir hryðjuverk, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeim. Um þann vandræðagang er meðal annars fjallað í fréttinni hér að neðan og atburðarásina í heild. Sindri Snær og Ísidór hafa nefnilega gengið lausir í margar vikur þrátt fyrir að sæta ákæru vegna hryðjuverka. Þeirri ákæru hefur nú verið vísað frá með meirihluta Landsréttar, atkvæðum tveggja dómara gegn atkvæði eins. Tveir dómarar sammála Kristinn Halldórsson og Ragnheiður Bragadóttir Landsréttardómarar segja í niðurstöðu sinni að ákæruvaldinu hafi þurft að tilgreina mun skýrar og nákvæmar í ákærunni hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Þá skorti verulega á að ákæruvaldið gerði í ákæru grein fyrir þeim undirbúningsathöfnum Sindra Snæs sem þar var vísað til og hvernig þær athafnir tengdust ætlaðri ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Í því samhengi telst hlutdeild Ísidórs í brotum Sindra Snæs ekki lýst með nógu skýrum hætti. Auk þess sé enga frekari lýsingu eða útlistun að finna í ákæru á ætluðum hvatningarorðum og undirróðri varnaraðila Ísidórs eða í því efni og upplýsingum sem hann á að hafa miðlað til Sindra Snæs. Ekki heldur hvernig efnið og upplýsingarnar tengdust ætluðum áformum Sindra um að fremja hryðjuverk. Símon á öndverðum meiði Símon Sigvaldason Landsréttardómari sagði að betra hefði verið ef fram hefði komið í ákæru einhver dæmi um orðfæri eða yfirlýsingar sindra Snæs um ásetning til að fremja hryðjuverk. Ákæran væri þó nægjanlega skýr um þá háttsemi Sindra Snæs. Þá benti Símon á að í ákærunni væri ákveðnum undirbúningsathöfnum Sindra lýst. Hann hefði útbúið, framleitt og aflað sér skotvopna, íhluta í skotvopn, skotfæra og varnarbúnað, og keypt árásarriffla sem hann hafi breytt í hálfsjálfvirka. Ljóst sé til hvers er vísað varðandi undirbúning. Hann hafi einnig sótt og tileinkað sér efni frá þekktum aðilum sem hafi framið hryðjuverk og orðið sér úti um upplýsingar um hvernig útbúa megi sprengjur og dróna. Þessi efni séu meðal ganga málsins. Loks hafi hann reynt að verða sér út um lögregluskilríki, lögreglufatnað eða lögreglubúnað sem hafi verið í því skyni að fremja hryðjuverk, eins og segir í ákærunni. Þrátt fyrir annmarka væri ákæran nægjanlega skýr um hvað Sindra Snæ væri gefið að sök. Héraðsdómi væri unnt að leggja efnisdóm á þann hluta málsins og ekki skilyrði fyrir frávísun. Hið sama gildi um meinta hlutdeild Ísidórs í málinu. Af þeim sökum ætti að fella frávísunarúrskurðinn úr héraðsdómi úr gildi. Ætla að leggjast yfir úrskurðinn Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið munu leggjast yfir úrskurð Landsréttar sem sé ágætlega rökstuddur og ígrundaður, þótt rétturinn hafi verið klofinn. Farið verði yfir úrskurðinn með það í huga hvort gefin verði út ný ákæra sem taki mið af viðbrögðum Landsréttar eða við svo búið verði látið standa. Ólafur segir Landsrétt ekki ganga jafn langt og héraðsdómur í frávísuninni. Nú þurfi að meta hvort ástæða sé til að reyna aftur með endurbættri ákæru og til þess hafi embættið þrjá mánuði. Þó verði reynt að flýta þeirri vinnu enda vilji saksóknari ekki draga sakborninga á því alltof lengi. Hann segir þann hluta ákæru sem snúi að vopnalagabroti standa og fara sinn veg í héraðsdómi. „Ég segi nú bara eins og Júlíus Sesar í skilaboðum til senatsins í Róm eftir sigurinn á Farnakes II konungi Pontus í orrustunni við Zela í maí 47 f.K.: Veni, vidi, vici,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs í færslu á Facebook sem mætti útleggjast á íslensku: Kom, sá og sigraði. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Tveir eru ákærðir í málinu, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Taldi Landsréttur slíka ágalla á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Ákæran væri því haldin slíkum annmörkum að hún fullnægði ekki skilyrðum. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Sögðu hættuástandi hafa verið aflýst Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Klippa: Blaðamannafundur lögreglu vegna gruns um hryðjuverk Lagt var hald á skotvopn og eru Sindri Snær og Ísidór sömuleiðis ákærðir fyrir vopnalagabrot. Þeir hafa þegar játað aðkomu sína að stórum hluta hvað vopnalagabrotin varðar. Hins vegar er héraðssaksóknari í tómum vandræðum þegar kemur að ákærunni fyrir hryðjuverk, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeim. Um þann vandræðagang er meðal annars fjallað í fréttinni hér að neðan og atburðarásina í heild. Sindri Snær og Ísidór hafa nefnilega gengið lausir í margar vikur þrátt fyrir að sæta ákæru vegna hryðjuverka. Þeirri ákæru hefur nú verið vísað frá með meirihluta Landsréttar, atkvæðum tveggja dómara gegn atkvæði eins. Tveir dómarar sammála Kristinn Halldórsson og Ragnheiður Bragadóttir Landsréttardómarar segja í niðurstöðu sinni að ákæruvaldinu hafi þurft að tilgreina mun skýrar og nákvæmar í ákærunni hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Þá skorti verulega á að ákæruvaldið gerði í ákæru grein fyrir þeim undirbúningsathöfnum Sindra Snæs sem þar var vísað til og hvernig þær athafnir tengdust ætlaðri ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Í því samhengi telst hlutdeild Ísidórs í brotum Sindra Snæs ekki lýst með nógu skýrum hætti. Auk þess sé enga frekari lýsingu eða útlistun að finna í ákæru á ætluðum hvatningarorðum og undirróðri varnaraðila Ísidórs eða í því efni og upplýsingum sem hann á að hafa miðlað til Sindra Snæs. Ekki heldur hvernig efnið og upplýsingarnar tengdust ætluðum áformum Sindra um að fremja hryðjuverk. Símon á öndverðum meiði Símon Sigvaldason Landsréttardómari sagði að betra hefði verið ef fram hefði komið í ákæru einhver dæmi um orðfæri eða yfirlýsingar sindra Snæs um ásetning til að fremja hryðjuverk. Ákæran væri þó nægjanlega skýr um þá háttsemi Sindra Snæs. Þá benti Símon á að í ákærunni væri ákveðnum undirbúningsathöfnum Sindra lýst. Hann hefði útbúið, framleitt og aflað sér skotvopna, íhluta í skotvopn, skotfæra og varnarbúnað, og keypt árásarriffla sem hann hafi breytt í hálfsjálfvirka. Ljóst sé til hvers er vísað varðandi undirbúning. Hann hafi einnig sótt og tileinkað sér efni frá þekktum aðilum sem hafi framið hryðjuverk og orðið sér úti um upplýsingar um hvernig útbúa megi sprengjur og dróna. Þessi efni séu meðal ganga málsins. Loks hafi hann reynt að verða sér út um lögregluskilríki, lögreglufatnað eða lögreglubúnað sem hafi verið í því skyni að fremja hryðjuverk, eins og segir í ákærunni. Þrátt fyrir annmarka væri ákæran nægjanlega skýr um hvað Sindra Snæ væri gefið að sök. Héraðsdómi væri unnt að leggja efnisdóm á þann hluta málsins og ekki skilyrði fyrir frávísun. Hið sama gildi um meinta hlutdeild Ísidórs í málinu. Af þeim sökum ætti að fella frávísunarúrskurðinn úr héraðsdómi úr gildi. Ætla að leggjast yfir úrskurðinn Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið munu leggjast yfir úrskurð Landsréttar sem sé ágætlega rökstuddur og ígrundaður, þótt rétturinn hafi verið klofinn. Farið verði yfir úrskurðinn með það í huga hvort gefin verði út ný ákæra sem taki mið af viðbrögðum Landsréttar eða við svo búið verði látið standa. Ólafur segir Landsrétt ekki ganga jafn langt og héraðsdómur í frávísuninni. Nú þurfi að meta hvort ástæða sé til að reyna aftur með endurbættri ákæru og til þess hafi embættið þrjá mánuði. Þó verði reynt að flýta þeirri vinnu enda vilji saksóknari ekki draga sakborninga á því alltof lengi. Hann segir þann hluta ákæru sem snúi að vopnalagabroti standa og fara sinn veg í héraðsdómi. „Ég segi nú bara eins og Júlíus Sesar í skilaboðum til senatsins í Róm eftir sigurinn á Farnakes II konungi Pontus í orrustunni við Zela í maí 47 f.K.: Veni, vidi, vici,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs í færslu á Facebook sem mætti útleggjast á íslensku: Kom, sá og sigraði.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira