DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 16:20 Ron DeSantis hefur enn ekki lýst opinberlega yfir framboði til forseta en Donald Trump er strax byrjaður að vinna með uppnefni á hann. Trump hefur meðal annars kallað hann Skinhelga Ron (e. Ron DeSanctimonious). AP/Phil Sears Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. Altalað hefur verið lengi að DeSantis ali með sér þann draum í brjósti að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þó enn ekki lýst yfir framboði opinberlega. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sem standa DeSantis nærri að hann hafi sagt í einrúmi að hann ætli að bjóða sig fram. Hann lýsi líklega ekki yfir framboði fyrr en eftir að ríkisþingi Flórída verður slitið í maí. Ríkisstjórinn heimsækir Iowa á morgun og Nevada á laugardag í tengslum við útgáfu endurminninga hans. Ríkin tvö eru á meðal þeirra sem greiða fyrst atkvæði í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Vongóðir frambjóðendur finna sér yfirleitt ástæðu til þess að heimsækja ríkin þegar nær dregur forvali. Önnur vísbending um yfirvofandi framboð DeSantis er ný pólitísk aðgerðanefnd sem var stofnuð honum til stuðnings í dag. Hún nefnist „Aldrei láta undan“ (e. Never Back Down) en forráðamaður hennar er Ken Cuccinelli, fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn Donalds Trump. Slíkar nefndir safna fé og tala fyrir kjöri frambjóðanda en mega lögum samkvæmt ekki eiga samráð við hann. Helst þekktur sem menningarstríðsmaður Bjóði DeSantis sig fram finnur hann fyrir á fleti Trump sjálfan sem lýsti yfir framboði sínu strax í fyrra. Trump þykir fyrir fram sigurstranglegur en þó virðist sem að fjarað hafi undan stuðningi við hann að einhverju leyti innan Repúblikanaflokksins. DeSantis hefur helst vakið athygli á sjálfum sér með því að heyja svokallað menningarstríð. Undir forystu hans hefur Flórída meðal annars bannað kennurum í opinberum skólum að ræða kynhneigð eða kyngervi í tímum. Gagnrýnendur laganna hafa kallað þau „Ekki segja samkynhneigður“-lögin. Þá gengur nú ritskoðunaralda yfir skóla í ríkinu. Skólastjórnendur hafa víða gripið til þess ráðs að fjarlægja allar bækur af ótta við að þeir verði sóttir til saka komist yfirvöld að því að einhver bókanna eigi ekki erindi við nemendur af ýmsum ástæðum. Bækur sem fjalla um sögu þrælahalds og kynhneigð eru á meðal þeirra sem hafa ekki komist í gegnum nálarauga ritskoðara ríkisins. DeSantis vakti einnig athygli þegar hann notaði opinbera fjármuni til að greiða fyrir að flytja hælisleitendur frá Texas til lítillar og velmegandi eyju í Massachusetts í fyrra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18 De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Altalað hefur verið lengi að DeSantis ali með sér þann draum í brjósti að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þó enn ekki lýst yfir framboði opinberlega. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sem standa DeSantis nærri að hann hafi sagt í einrúmi að hann ætli að bjóða sig fram. Hann lýsi líklega ekki yfir framboði fyrr en eftir að ríkisþingi Flórída verður slitið í maí. Ríkisstjórinn heimsækir Iowa á morgun og Nevada á laugardag í tengslum við útgáfu endurminninga hans. Ríkin tvö eru á meðal þeirra sem greiða fyrst atkvæði í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Vongóðir frambjóðendur finna sér yfirleitt ástæðu til þess að heimsækja ríkin þegar nær dregur forvali. Önnur vísbending um yfirvofandi framboð DeSantis er ný pólitísk aðgerðanefnd sem var stofnuð honum til stuðnings í dag. Hún nefnist „Aldrei láta undan“ (e. Never Back Down) en forráðamaður hennar er Ken Cuccinelli, fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn Donalds Trump. Slíkar nefndir safna fé og tala fyrir kjöri frambjóðanda en mega lögum samkvæmt ekki eiga samráð við hann. Helst þekktur sem menningarstríðsmaður Bjóði DeSantis sig fram finnur hann fyrir á fleti Trump sjálfan sem lýsti yfir framboði sínu strax í fyrra. Trump þykir fyrir fram sigurstranglegur en þó virðist sem að fjarað hafi undan stuðningi við hann að einhverju leyti innan Repúblikanaflokksins. DeSantis hefur helst vakið athygli á sjálfum sér með því að heyja svokallað menningarstríð. Undir forystu hans hefur Flórída meðal annars bannað kennurum í opinberum skólum að ræða kynhneigð eða kyngervi í tímum. Gagnrýnendur laganna hafa kallað þau „Ekki segja samkynhneigður“-lögin. Þá gengur nú ritskoðunaralda yfir skóla í ríkinu. Skólastjórnendur hafa víða gripið til þess ráðs að fjarlægja allar bækur af ótta við að þeir verði sóttir til saka komist yfirvöld að því að einhver bókanna eigi ekki erindi við nemendur af ýmsum ástæðum. Bækur sem fjalla um sögu þrælahalds og kynhneigð eru á meðal þeirra sem hafa ekki komist í gegnum nálarauga ritskoðara ríkisins. DeSantis vakti einnig athygli þegar hann notaði opinbera fjármuni til að greiða fyrir að flytja hælisleitendur frá Texas til lítillar og velmegandi eyju í Massachusetts í fyrra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18 De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18
De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19
Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15