Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 21:30 Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Það er í bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn í rými, sem heitir „Undir stiganum“ þar sem tvíburarnir eru með sýninguna sína. Hér erum við að tala um tvíburana Birgittu Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem opnuðu sýninguna á fimmtudaginn og verður hún opin út marsmánuð á opnunartíma bæjarbókasafnsins í Þorlákshöfn. Bæði munum þau útskrifast af listalínu Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor og stefna bæði á frekara nám í myndlist eða hönnun. „Við eigum myndir hérna, sem voru bæði gerðar heima og í skólanum,” segir Birgitta og Daníel bætir við. „Þetta er bara allskonar eftir okkur, sumt úr skólanum og svo persónuverk aðallega frá mér en verkin hennar Birgittu eru meira náttúruverk.” Gestir við opnun sýningarinnar voru dolfallnir yfir verkum systkinanna og sumir komu með bein harða peninga á staðinn og tryggðu sér verk með greiðslu, eins og þessa eplamynd, sem fór á 15.000 krónur. Hvert stefnið þið svo í framtíðinni þegar þið eruð orðin fullorðin? „Bara að geta lifað af list held ég, það er draumurinn. Það er gott markmið,” segja þau bæði. Um sölusýningu er að ræða en tvíburarnir eru að safna fyrir útskriftarferð í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kennari tvíburanna, Ágústa Ragnarsdóttir í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem á einnig heima í Þorlákshöfn segir systkinin ótrúlega hæfileikarík. „Þau eru nú eiginlega komin yfir það að vera efnileg af því að þau eru alltaf að græja og gera og eru bara ótrúlega hæfileikarík eins og þessi sýning ber með sér. Þau eru orðnir ansi færir málarar og svo eru þau líka mjög flinkir teiknarar. Ef að þau leggja áfram kraftinn í þetta og vinnusemina og eljuna þá hafa þau alla burði til að fá draum sinn uppfylltan að gera þetta að ævistarfi sínu,” segir Ágústa. Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn. Ölfus Myndlist Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Það er í bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn í rými, sem heitir „Undir stiganum“ þar sem tvíburarnir eru með sýninguna sína. Hér erum við að tala um tvíburana Birgittu Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem opnuðu sýninguna á fimmtudaginn og verður hún opin út marsmánuð á opnunartíma bæjarbókasafnsins í Þorlákshöfn. Bæði munum þau útskrifast af listalínu Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor og stefna bæði á frekara nám í myndlist eða hönnun. „Við eigum myndir hérna, sem voru bæði gerðar heima og í skólanum,” segir Birgitta og Daníel bætir við. „Þetta er bara allskonar eftir okkur, sumt úr skólanum og svo persónuverk aðallega frá mér en verkin hennar Birgittu eru meira náttúruverk.” Gestir við opnun sýningarinnar voru dolfallnir yfir verkum systkinanna og sumir komu með bein harða peninga á staðinn og tryggðu sér verk með greiðslu, eins og þessa eplamynd, sem fór á 15.000 krónur. Hvert stefnið þið svo í framtíðinni þegar þið eruð orðin fullorðin? „Bara að geta lifað af list held ég, það er draumurinn. Það er gott markmið,” segja þau bæði. Um sölusýningu er að ræða en tvíburarnir eru að safna fyrir útskriftarferð í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kennari tvíburanna, Ágústa Ragnarsdóttir í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem á einnig heima í Þorlákshöfn segir systkinin ótrúlega hæfileikarík. „Þau eru nú eiginlega komin yfir það að vera efnileg af því að þau eru alltaf að græja og gera og eru bara ótrúlega hæfileikarík eins og þessi sýning ber með sér. Þau eru orðnir ansi færir málarar og svo eru þau líka mjög flinkir teiknarar. Ef að þau leggja áfram kraftinn í þetta og vinnusemina og eljuna þá hafa þau alla burði til að fá draum sinn uppfylltan að gera þetta að ævistarfi sínu,” segir Ágústa. Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn.
Ölfus Myndlist Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent