Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 21:30 Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Það er í bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn í rými, sem heitir „Undir stiganum“ þar sem tvíburarnir eru með sýninguna sína. Hér erum við að tala um tvíburana Birgittu Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem opnuðu sýninguna á fimmtudaginn og verður hún opin út marsmánuð á opnunartíma bæjarbókasafnsins í Þorlákshöfn. Bæði munum þau útskrifast af listalínu Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor og stefna bæði á frekara nám í myndlist eða hönnun. „Við eigum myndir hérna, sem voru bæði gerðar heima og í skólanum,” segir Birgitta og Daníel bætir við. „Þetta er bara allskonar eftir okkur, sumt úr skólanum og svo persónuverk aðallega frá mér en verkin hennar Birgittu eru meira náttúruverk.” Gestir við opnun sýningarinnar voru dolfallnir yfir verkum systkinanna og sumir komu með bein harða peninga á staðinn og tryggðu sér verk með greiðslu, eins og þessa eplamynd, sem fór á 15.000 krónur. Hvert stefnið þið svo í framtíðinni þegar þið eruð orðin fullorðin? „Bara að geta lifað af list held ég, það er draumurinn. Það er gott markmið,” segja þau bæði. Um sölusýningu er að ræða en tvíburarnir eru að safna fyrir útskriftarferð í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kennari tvíburanna, Ágústa Ragnarsdóttir í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem á einnig heima í Þorlákshöfn segir systkinin ótrúlega hæfileikarík. „Þau eru nú eiginlega komin yfir það að vera efnileg af því að þau eru alltaf að græja og gera og eru bara ótrúlega hæfileikarík eins og þessi sýning ber með sér. Þau eru orðnir ansi færir málarar og svo eru þau líka mjög flinkir teiknarar. Ef að þau leggja áfram kraftinn í þetta og vinnusemina og eljuna þá hafa þau alla burði til að fá draum sinn uppfylltan að gera þetta að ævistarfi sínu,” segir Ágústa. Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn. Ölfus Myndlist Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Það er í bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn í rými, sem heitir „Undir stiganum“ þar sem tvíburarnir eru með sýninguna sína. Hér erum við að tala um tvíburana Birgittu Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem opnuðu sýninguna á fimmtudaginn og verður hún opin út marsmánuð á opnunartíma bæjarbókasafnsins í Þorlákshöfn. Bæði munum þau útskrifast af listalínu Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor og stefna bæði á frekara nám í myndlist eða hönnun. „Við eigum myndir hérna, sem voru bæði gerðar heima og í skólanum,” segir Birgitta og Daníel bætir við. „Þetta er bara allskonar eftir okkur, sumt úr skólanum og svo persónuverk aðallega frá mér en verkin hennar Birgittu eru meira náttúruverk.” Gestir við opnun sýningarinnar voru dolfallnir yfir verkum systkinanna og sumir komu með bein harða peninga á staðinn og tryggðu sér verk með greiðslu, eins og þessa eplamynd, sem fór á 15.000 krónur. Hvert stefnið þið svo í framtíðinni þegar þið eruð orðin fullorðin? „Bara að geta lifað af list held ég, það er draumurinn. Það er gott markmið,” segja þau bæði. Um sölusýningu er að ræða en tvíburarnir eru að safna fyrir útskriftarferð í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kennari tvíburanna, Ágústa Ragnarsdóttir í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem á einnig heima í Þorlákshöfn segir systkinin ótrúlega hæfileikarík. „Þau eru nú eiginlega komin yfir það að vera efnileg af því að þau eru alltaf að græja og gera og eru bara ótrúlega hæfileikarík eins og þessi sýning ber með sér. Þau eru orðnir ansi færir málarar og svo eru þau líka mjög flinkir teiknarar. Ef að þau leggja áfram kraftinn í þetta og vinnusemina og eljuna þá hafa þau alla burði til að fá draum sinn uppfylltan að gera þetta að ævistarfi sínu,” segir Ágústa. Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn.
Ölfus Myndlist Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira