Hilmar gekk til liðs við Munster fyrir tímabilið en hann átti frábært tímabil hjá Breiðablik í fyrra og spilaði sig inn í landsliðshóp.
Liðin voru hlið við hlið í töflunni og því um mikilvægan leik að ræða en það er stutt í fallbaráttuna fyrir bæði liðin.
Hilmar lék í sautján mínútur í leiknum og átti ágætan leik. Hann skoraði átta stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar í 75-70 sigri sem gefur Munster smá andrými í töflunni.
Munster er nú með 22 stig í 13.sæti í töflunni og lyfti sér uppfyrir Nurnberg í töflunni.