Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir

Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann ætlar að stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og stefnir á að leggja málið fyrir Alþingi næsta vetur. 

Þá kíkjum við vestur í bæ þar sem skipulagsbreytingar á hringtorgi hafa valdið miklu fjaðrafoki. Bæjarstjóri Seltjarnarness segir breytingarnar hafa mikil áhrif á Seltirninga og gagnrýnir að þeir hafi ekki fengið sæti við ákvarðanatökuborðið.

Óskarinn er svo auðvitað  haldinn hátíðlegur í kvöld. Við kíkjum vestur um haf og spjöllum við kvikmyndasérfræðing um stóra kvöldið. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×