Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 07:13 ISW segir liðsmenn Wagner nú gjalda fyrir yfirlýsingar og pólitískan metnað Prigozhin. Getty/Mikhail Svetlov Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira