Samningur Contes við Tottenham rennur út eftir tímabilið og hefur ekki verið endurnýjaður. Spurs er úr leik í öllum bikarkeppnunum en er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
„Það er betra fyrir alla hlutaðeigandi ef hann hættir núna. Ég held að hann klári tímabilið en ég er ekki viss hvað er í gangi hjá Tottenham núna. Conte þarf að ákveða sig, hvort hann ætli að vera áfram svo Spurs geti haldið áfram,“ sagði Sutton á BBC.
„Það lítur samt ekki út fyrir að hann verði áfram. Þannig ef Spurs vill halda áfram væri best að gera breytingu núna. Þeir hafa tekið stórt skref aftur á bak frá síðasta tímabili og eru rosalega óstöðugir.“
Conte tók við Tottenham af Nuno Espirito Santo í nóvember 2021. Á síðasta tímabili endaði Spurs í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.