Peningahljóð út af stjórnarfundi FIFA í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2023 12:30 Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn eftir sigurinn á Liverpool í úrslitaleiknum í fyrra. Getty/Alex Livesey Ekki ein heldur tvær heimsmeistarakeppnir félagsliða hjá FIFA í framtíðinni. Ekki veit ég hvort að forystumenn FIFA hafi spilað „Money“ með Pink Floyd á fundi sínum í gær en að bætist vel í kassann eftir þær ákvarðanir sem voru teknar í gær og fórnarlömbin eru án vafa þreyttir fætur bestu fótboltamanna heims. FIFA has approved plans for an expanded Club World Cup in 2025, with Chelsea and Real Madrid handed automatic qualification spots.#RMCF | #CFC | #CWC More from @mjshrimper https://t.co/JP1kzyHprF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það kom svo sannarlega peningahljóð út af stjórnarfundi Alþjóða knattspyrnusambandsins í gær þegar samþykktar voru breytingar á stærstu keppnum sambandsins. Eins og áður hefur komið fram þá var staðfest fjölgun á bæði liðum og leikjum á heimsmeistaramóti landsliða. Nú keppa 48 þjóðir á HM og það verður byrjað á tólf fjögurra liða riðlum og svo farið í 32 liða úrslit. Þetta þýðir allt saman að nú þarf í fyrsta sinn að spila átta leiki ætli þjóð að verða heimsmeistari og að heildarleikir á mótinu eru nú orðnir 104. Það voru aftur á móti fleiri breytingar gerðar á keppnum FIFA. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað nefnileg að það verði tvær mismunandi heimsmeistarakeppnir félagsliða í gangi hjá sambandinu á sama tíma. Competitions a Premier League player from Europe could compete in from 2025: Country- World Cup- Euros- Nations Lge- FIFA World Series- FinalissimaClub- PL- FA Cup- Lge Cup- Comm Shield- UEFA CL- UEFA Super Cup- 32-team FIFA Club WC- New annual FIFA club match— Rob Harris (@RobHarris) March 14, 2023 Fyrsta 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í júní 2025 og verður síðan haldin á fjögurra ára fresti. Meðal liða sem fá þátttökurétt þar eru öll liðin sem vinna Meistaradeildina frá því að síðasta HM félagsliða fór fram. Evrópa fær tólf af þessum 32 liðum en hin átta liðin komast inn eftir styrkleikaröðun UEFA. Þrátt fyrir þessa nýju keppni þá mun FIFA halda áfram með hina árlegu heimsmeistarakeppni félagsliða. Þar mun fulltrúi Evrópu alltaf komast í úrslitaleikinn og mætir þegar liði sem hefur betur í keppni hinna álfumeistaranna. Sá leikur verður áfram spilaður árlega. Það er ljóst að með sölu á sjónvarps- og auglýsingasamingum á þessa aukaleiki og aukamót þá munu tekjur FIFA aukast verulega. Knattspyrnussambönd heimsins græða líka á því enda fá þau hluta af kökunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DYEK-_QJNlA">watch on YouTube</a> FIFA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Ekki veit ég hvort að forystumenn FIFA hafi spilað „Money“ með Pink Floyd á fundi sínum í gær en að bætist vel í kassann eftir þær ákvarðanir sem voru teknar í gær og fórnarlömbin eru án vafa þreyttir fætur bestu fótboltamanna heims. FIFA has approved plans for an expanded Club World Cup in 2025, with Chelsea and Real Madrid handed automatic qualification spots.#RMCF | #CFC | #CWC More from @mjshrimper https://t.co/JP1kzyHprF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það kom svo sannarlega peningahljóð út af stjórnarfundi Alþjóða knattspyrnusambandsins í gær þegar samþykktar voru breytingar á stærstu keppnum sambandsins. Eins og áður hefur komið fram þá var staðfest fjölgun á bæði liðum og leikjum á heimsmeistaramóti landsliða. Nú keppa 48 þjóðir á HM og það verður byrjað á tólf fjögurra liða riðlum og svo farið í 32 liða úrslit. Þetta þýðir allt saman að nú þarf í fyrsta sinn að spila átta leiki ætli þjóð að verða heimsmeistari og að heildarleikir á mótinu eru nú orðnir 104. Það voru aftur á móti fleiri breytingar gerðar á keppnum FIFA. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað nefnileg að það verði tvær mismunandi heimsmeistarakeppnir félagsliða í gangi hjá sambandinu á sama tíma. Competitions a Premier League player from Europe could compete in from 2025: Country- World Cup- Euros- Nations Lge- FIFA World Series- FinalissimaClub- PL- FA Cup- Lge Cup- Comm Shield- UEFA CL- UEFA Super Cup- 32-team FIFA Club WC- New annual FIFA club match— Rob Harris (@RobHarris) March 14, 2023 Fyrsta 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í júní 2025 og verður síðan haldin á fjögurra ára fresti. Meðal liða sem fá þátttökurétt þar eru öll liðin sem vinna Meistaradeildina frá því að síðasta HM félagsliða fór fram. Evrópa fær tólf af þessum 32 liðum en hin átta liðin komast inn eftir styrkleikaröðun UEFA. Þrátt fyrir þessa nýju keppni þá mun FIFA halda áfram með hina árlegu heimsmeistarakeppni félagsliða. Þar mun fulltrúi Evrópu alltaf komast í úrslitaleikinn og mætir þegar liði sem hefur betur í keppni hinna álfumeistaranna. Sá leikur verður áfram spilaður árlega. Það er ljóst að með sölu á sjónvarps- og auglýsingasamingum á þessa aukaleiki og aukamót þá munu tekjur FIFA aukast verulega. Knattspyrnussambönd heimsins græða líka á því enda fá þau hluta af kökunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DYEK-_QJNlA">watch on YouTube</a>
FIFA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira