Sjáðu mörkin: Bæði fljótastur og yngstur til að skora þrjátíu í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 09:00 Fimm skoruð í gær og 30 í heildina. EPA-EFE/Adam Vaughan Erling Braut Håland er svo sannarlega engum líkur. Norski framherjinn hefur nú skorað 30 mörk í Meistaradeild Evrópu, í aðeins 25 leikjum. Það gerir hann fljótasta leikmann sögunnar til að ná þeim áfanga sem og þann yngsta. Mörkin fimm sem Håland skoraði í gær, þriðjudag, má sjá neðst í fréttinni. Håland sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Manchester City niðurlægði RB Leipzig á Etihad-vellinum í Manchester er liðin mættust í síðari viðureign 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í gær, þriðjudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var erfitt að sjá úrslit gærdagsins fyrir sér áður en flautað var til leiks. Þegar loks var flautað var til leiksloka var staðan 7-0 Man City í vil. Þar af hafði Håland skorað fimm en hann var tekinn af velli þegar rétt rúm klukkustund var liðin. Í viðtali eftir leik sagði Norðmaðurinn að hann hefði verið til í að vera áfram inn á til að eiga möguleikann á „tvöfaldri þrennu.“ Mörkin fimm þýða að Håland hefur nú skorað 30 mörk í aðeins 25 Meistaradeildarleikjum. Skoraði hann 8 fyrir Salzburg á sínu fyrsta tímabili í keppninni, 15 fyrir Borussia Dortmund og nú 10 fyrir Manchester City á þessari leiktíð. Ekki nóg með það heldur er Norðmaðurinn yngsti leikmaður sögunnar til að ná þessum áfanga, það er að skora 30 mörk í deild þeirra bestu í Evrópu. Þegar hann hlóð í fimmu gærdagsins var hann enn aðeins 22 ára og 236 daga gamall. 30 - Erling Haaland has scored 30 goals in 25 games in the UEFA Champions League, reaching this milestone in fewer matches than any other player, while he is also the youngest player to reach 30 goals in the competition s history (22y 236d). Powerhouse. pic.twitter.com/13vKCvQdvY— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2023 Eðlilega var Pep Gurdiola, þjálfari Man City, í sjöunda himni með frammistöðu framherjans að leik loknum. „Erling var stórkostlegur en allir spiluðu frábærlega. Að skora fimm mörk á 60 mínútum, ótrúlegur leikmaður, þvílíkur efniviður. Kraftur, hugarfar, hann er sigurvegari. Frábær,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. Erling Braut Håland hefur skorað 39 mörk og gefið 5 stoðsendingar í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur 50 marka múrinn. Klippa: Fimma Erling Haaland á móti Leipzig Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Håland sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Manchester City niðurlægði RB Leipzig á Etihad-vellinum í Manchester er liðin mættust í síðari viðureign 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í gær, þriðjudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var erfitt að sjá úrslit gærdagsins fyrir sér áður en flautað var til leiks. Þegar loks var flautað var til leiksloka var staðan 7-0 Man City í vil. Þar af hafði Håland skorað fimm en hann var tekinn af velli þegar rétt rúm klukkustund var liðin. Í viðtali eftir leik sagði Norðmaðurinn að hann hefði verið til í að vera áfram inn á til að eiga möguleikann á „tvöfaldri þrennu.“ Mörkin fimm þýða að Håland hefur nú skorað 30 mörk í aðeins 25 Meistaradeildarleikjum. Skoraði hann 8 fyrir Salzburg á sínu fyrsta tímabili í keppninni, 15 fyrir Borussia Dortmund og nú 10 fyrir Manchester City á þessari leiktíð. Ekki nóg með það heldur er Norðmaðurinn yngsti leikmaður sögunnar til að ná þessum áfanga, það er að skora 30 mörk í deild þeirra bestu í Evrópu. Þegar hann hlóð í fimmu gærdagsins var hann enn aðeins 22 ára og 236 daga gamall. 30 - Erling Haaland has scored 30 goals in 25 games in the UEFA Champions League, reaching this milestone in fewer matches than any other player, while he is also the youngest player to reach 30 goals in the competition s history (22y 236d). Powerhouse. pic.twitter.com/13vKCvQdvY— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2023 Eðlilega var Pep Gurdiola, þjálfari Man City, í sjöunda himni með frammistöðu framherjans að leik loknum. „Erling var stórkostlegur en allir spiluðu frábærlega. Að skora fimm mörk á 60 mínútum, ótrúlegur leikmaður, þvílíkur efniviður. Kraftur, hugarfar, hann er sigurvegari. Frábær,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. Erling Braut Håland hefur skorað 39 mörk og gefið 5 stoðsendingar í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur 50 marka múrinn. Klippa: Fimma Erling Haaland á móti Leipzig
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira