Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 15. mars 2023 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan 12 en hún hafði verið í gangi síðan miðvikudaginn 8. mars, fyrir viku síðan. Kosningabaráttan milli Elvu og Ragnars hefur verið hörð og hafa ásakanir gengið á víxl um óheiðarleika og fleira. Þetta er í þriðja sinn Ragnar ber sigur úr býtum í formannskjöri hjá VR en hann sigraði einnig árið 2017 og 2021. Árið 2019 var hann sjálfkjörinn. Greidd atkvæði voru 11.996 talsins en á kjörskrá voru 39.206 félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6 prósent. Ragnar Þór hlaut 6.842 atkvæði gegn 4.732 atkvæðum Elvu. Samhliða formannskosningunni fór fram stjórnarkjör í félaginu þar sem kjörnir voru sjö stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt fléttulista og þrír varamenn til eins árs. Eftirfarandi voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára: Halla Gunnarsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Ólafur Reimar Gunnarsson Jennifer Schröder Þórir Hilmarsson Vala Ólöf Kristinsdóttir Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabríel Benjamin voru svo kosin varamenn í stjórn til eins árs. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn. Alls voru sextán manns sem buðu sig fram til stjórnar í VR.
Atkvæðagreiðslu lauk klukkan 12 en hún hafði verið í gangi síðan miðvikudaginn 8. mars, fyrir viku síðan. Kosningabaráttan milli Elvu og Ragnars hefur verið hörð og hafa ásakanir gengið á víxl um óheiðarleika og fleira. Þetta er í þriðja sinn Ragnar ber sigur úr býtum í formannskjöri hjá VR en hann sigraði einnig árið 2017 og 2021. Árið 2019 var hann sjálfkjörinn. Greidd atkvæði voru 11.996 talsins en á kjörskrá voru 39.206 félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6 prósent. Ragnar Þór hlaut 6.842 atkvæði gegn 4.732 atkvæðum Elvu. Samhliða formannskosningunni fór fram stjórnarkjör í félaginu þar sem kjörnir voru sjö stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt fléttulista og þrír varamenn til eins árs. Eftirfarandi voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára: Halla Gunnarsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Ólafur Reimar Gunnarsson Jennifer Schröder Þórir Hilmarsson Vala Ólöf Kristinsdóttir Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabríel Benjamin voru svo kosin varamenn í stjórn til eins árs. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn. Alls voru sextán manns sem buðu sig fram til stjórnar í VR.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira