Vinkonur og vinna: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2023 07:01 Erla Björnsdóttir mannauðstjóri Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Kristjana Kristjánsdóttir mannauðsráðgjafi á SAk eru bestu vinkonur. Þær eru sammála því sem niðurstöður nýlegrar könnunar Gallup sýna að það að eiga góðan vin í vinnunni hefur margvísleg jákvæð áhrif og gerir vinnuna skemmtilegri. „Við kynnumst þegar við fórum báðar í markþjálfun og uppgötvuðum hvað við ættum ofboðslega margt sameiginlegt. Hin talaði og þá hugsaði maður: Hvernig vissi hún þetta um mig? Þetta var eins og að kynnast systur sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Erla Björnsdóttir mannauðstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og skellihlær. Umræðuefnið eru vinir í vinnunni, sem samkvæmt niðurstöðum nýlegrar Gallup könnunar sýna að hafa margvísleg jákvæð áhrif á fólk. Til dæmis velgengni, starfsánægju og hollustu þeirra við vinnustaðina. „Já þetta var ótrúlegt. Að kynnast Erlu var eins og að hitta sálufélaga sinn,“ segir Kristjana Kristjánsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Sjúkrahúsi Akureyrar og skellir líka upp úr. Því Erla og Kristjana eru bestu vinkonur. Sem vinna saman. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um vini og vinkonur í vinnunni og þau áhrif sem vinskapur í vinnu getur haft á fólk og líðan. Erla og Kristjana smullu strax saman þegar þær kynntust í markþjálfun árið 2017. Síðan fóru þær á sama tíma í meistaranám og urðu enn nánari vinkonur. Í dag starfa þær saman og gera margt saman fyrir utan vinnu. Þær segja það ótrúlega dýrmætt að geta treyst á hvor aðra í einu og öllu í vinnunni, rætt saman af hreinskilni og fengið endurgjöf. Ekki búnar að þekkjast eins lengi og fólk heldur Erla er fædd árið 1982, á mann og fjögur börn og hefur meira og minna búið á Akureyri frá því um tvítugt. Erla hefur starfað á Sjúkrahúsi Akureyrar (SAk) frá því árið 2004, þar af lengi sem hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á upplýsingatæknideild SAk en eins sem verkefnastjóri rafrænnar sjúkraskrár fyrir Embætti Landlæknis. Kristjana er fædd árið 1978, er gift og á þrjár dætur . Hún hefur líka búið á Akureyri frá því hún var í framhaldsskóla. Hún hefur starfað sem mannauðsráðgjafi hjá SAk síðan árið 2021 og það var því forveri Erlu sem réði hana til starfa. „Það halda margir að við Erla höfum þekkst mikið lengur en við höfum gert. Margir hvá við þegar þeir heyra hvað það er stutt síðan við kynntumst“ segir Kristjana þegar hún útskýrir hversu nánar vinkonur þær eru og hvernig vinskapurinn fer ekki framhjá neinum. „Sem er auðvitað ótrúlega dýrmætt því það að eignast svona góða vinkonu svona seint er ekkert endilega eitthvað sem maður býst við að gerist. Flestir vinir manns ná lengra aftur í tímann,“ segir Erla. Í markþjálfuninni árið2017 smullu þær hins vegar strax saman og svo vel vildi til að báðar fóru í meistaranám á sama tíma fljótlega á eftir. „Þá jókst samvera okkar enn meira og við grínuðumst einmitt oft með það hvað það yrði frábært að vinna saman!“ segir Kristjana og Erla kinkar brosandi kolli. Það er afar stutt í hláturinn og gleðina hjá þeim stöllum. Enda gera þær margt saman utan vinnu. Gönguskíði, gönguferðir, matarboð og fleira. „Mennirnir okkar eru orðnir góðir vinir líka sem er mjög skemmtilegt. Þeir eru reyndar alltaf að reyna að fá okkur til að tala minna um vinnuna,“ segir Erla og Kristjana bætir við: „Þá þeir reyna með því að jarðtengja okkur aðeins en síðan líður alltaf smá tími og þá heyrast þeir segja: Jæja, nú eru þær farnar af stað aftur…“ Því auðvitað gleyma þær sér oft og fara að tala um vinnuna aftur og aftur. Enda segja þær vinnustaðinn svo skemmtilegan þótt mörg verkefnanna séu krefjandi. Eiginmenn Erlu og Kristjönu eru fyrir löngu orðnir góðir vinir líka og þaulvanir því að þær gleymi sér að tala um vinnuna. Á mynd má sjá Erlu með eiginmanni sínum Gauta Þór Grétarssyni og Kristjönu með eiginmanni sínum Sævari Eysteinssyni. Að eiga vin í vinnunni Erla og Kristjana segjast sammála því sem niðurstöður kannana segja um margvísleg jákvæð áhrif þess að eiga góðan vin í vinnu. „Það veitir manni rosalega mikið öryggi að hafa vinkonu í vinnunni sem maður treystir 100%. Þegar að við byrjuðum að vinna saman þá var Covid og álagið alveg sérstaklega mikið. Að geta deilt með vinkonu sinni alls konar hugleiðingum og samtölum hefur verið ótrúlega gott. En í samtölunum okkar höfum við alltaf lagt mjög mikla áherslu á hreinskilni og eigum sem betur fer báðar mjög auðvelt með að vera mjög hreinskilnar við hvor aðra, og reyndar allaf. Sem endurspeglar líka hið fullkomna traust sem ríkir okkar á milli,“ segir Erla. Kristjana tekur undir með Erlu og bætir við: Í vinnunni erum við fyrst og fremst faglegar. En það er mjög góð tilfinning að geta alltaf rætt saman hreinskilnislega, vitandi að við getum treyst á hvor aðra. Auðvitað eigum við oft erfitt með að aðskilja vinnuna frá einkalífi þegar við erum ekki að vinna en erum saman sem vinkonur. En ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi.“ Í janúar árið 2022 tók Erla síðan við yfirmannastöðu mannauðs, færðist frá því að vera mannauðsráðgjafi í að vera mannauðsstjóri. Hefur það breytt einhverju að nú er önnur ykkar yfirmaður hinnar? „Nei það held ég ekki,“ segir Erla og bætir við: „Enda lít ég ekki á hlutverkið mitt beint sem yfirmann heldur frekar að ég beri ábyrgð sem stjórnandi en hlutverkið mitt sé að vera leiðtogi þar sem ég nálgast mitt samstarfsfólk á jafningjagrunni. Teymið okkar vinnur afar náið saman, við leggjum mikla áherslu á gagnkvæma virðingu og gleði og eflaust hjálpar það líka til að Kristjana er staðgengillinn minn þannig að gagnvart öðrum í teyminu er eðlilegt að við séum oft að vinna mjög náið saman.“ „Mér finnst það ekki hafa breytt neinu vinskapslega séð að Erla sé yfirmaður minn. Ef eitthvað er, myndi ég frekar telja að það væri meiri áskorun fyrir hana heldur en mig. Í vinnunni held ég líka að við séum ekkert að líta á okkur sérstaklega sem vinkonur, við erum faglegar í okkar störfum en svo heppnar að geta speglað okkur í hvor annarri, við erum svo líkar.“ Þá segir Erla mikilvægt að hafa í huga að í dag þýði stjórnendastarf ekki aðeins yfirmannastarf sem hefur einhvers konar boðvald yfir öðrum. Nútímastjórnun feli í sér að starfsfólk setji ekkert síður kröfur á sinn yfirmann heldur en yfirmaðurinn á starfsfólk. Erla og Kristjana segja mannauðsteymi SAk vinna mjög náið og vel saman, þar sé lögð áhersla á virðingu og gleði. Á hópmynd má sjá mannauðsteymi SAk sem samanstendur af Erlu, Kristjönu og Helguu Kristín Jónsdóttur og Þóru G. Þorsteinsdóttur. „Ég þráði að hitta hana…“ Erla og Kristjana segjast sannfærðar um að góður vinskapur í vinnu hafi ótrúlega marga góða kosti. Starfsánægja sé meiri, líðanin betri og tilhlökkun til vinnunnar. „Núna var Erla til dæmis að koma úr fríi og ég get alveg viðurkennt það að ég nánast þráði að hitta á hana þegar hún kom heim,“ segir Kristjana. Því eins og góðum vinkonum sæmir, er löngunin til samvista og samtals alltaf ríkulega til staðar. Að eiga góðan vin þýðir að maður á líka auðveldara með að þora að vera maður sjálfur. Og það er dýrmætt að geta verið það því þá þorir maður að vera berskjaldaður. Ég viðurkenni það alveg að hafa svo sem ekki spáð mikið í hversu jákvæð áhrif vinskapur í vinnu hefur, fyrr en ég kynnti mér niðurstöður könnunarinnar. En klárlega gerir það vinnuna skemmtilegri að eiga góðan vin í vinnunni,“ segir Erla og bætir við: „Þér finnst þú öruggari, getur rætt allt, ert alltaf viss um að hverju þú gengur, endurgjöfin er líka dýrmæthvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, þá færðu hana frá góðum vini. Sem er gott því traustið er til staðar og endurgjöf er alltaf gjöf.“ „Mér finnst það í rauninni valdeflandi og mjög uppbyggjandi að eiga góðan vin í vinnunni sem maður treystir vel. Þú átt þitt skjól og þorir að berskjalda þig. Vinskapur í vinnu er því svo dýrmætur á marga vegu,“ segir Kristjana og bætir hlæjandi við: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“ Mannauðsmál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Geðheilbrigði Heilsa Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Besti vinurinn stundum besti meðmælandi vinnustaðarins Bjarni Benediktsson verkefnastjóri og Daniel Kristinn Gunnarsson hönnunararkitekt starfa báðir hjá Advania. 15. mars 2023 07:01 Vinir í vinnunni: Einmanaleikaráðuneyti ekki stofnað af ástæðulausu Það getur skipt gífurlega miklu máli að eiga vin í vinnunni. Einmanaleiki er vaxandi vandamál. 2. mars 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Umræðuefnið eru vinir í vinnunni, sem samkvæmt niðurstöðum nýlegrar Gallup könnunar sýna að hafa margvísleg jákvæð áhrif á fólk. Til dæmis velgengni, starfsánægju og hollustu þeirra við vinnustaðina. „Já þetta var ótrúlegt. Að kynnast Erlu var eins og að hitta sálufélaga sinn,“ segir Kristjana Kristjánsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Sjúkrahúsi Akureyrar og skellir líka upp úr. Því Erla og Kristjana eru bestu vinkonur. Sem vinna saman. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um vini og vinkonur í vinnunni og þau áhrif sem vinskapur í vinnu getur haft á fólk og líðan. Erla og Kristjana smullu strax saman þegar þær kynntust í markþjálfun árið 2017. Síðan fóru þær á sama tíma í meistaranám og urðu enn nánari vinkonur. Í dag starfa þær saman og gera margt saman fyrir utan vinnu. Þær segja það ótrúlega dýrmætt að geta treyst á hvor aðra í einu og öllu í vinnunni, rætt saman af hreinskilni og fengið endurgjöf. Ekki búnar að þekkjast eins lengi og fólk heldur Erla er fædd árið 1982, á mann og fjögur börn og hefur meira og minna búið á Akureyri frá því um tvítugt. Erla hefur starfað á Sjúkrahúsi Akureyrar (SAk) frá því árið 2004, þar af lengi sem hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á upplýsingatæknideild SAk en eins sem verkefnastjóri rafrænnar sjúkraskrár fyrir Embætti Landlæknis. Kristjana er fædd árið 1978, er gift og á þrjár dætur . Hún hefur líka búið á Akureyri frá því hún var í framhaldsskóla. Hún hefur starfað sem mannauðsráðgjafi hjá SAk síðan árið 2021 og það var því forveri Erlu sem réði hana til starfa. „Það halda margir að við Erla höfum þekkst mikið lengur en við höfum gert. Margir hvá við þegar þeir heyra hvað það er stutt síðan við kynntumst“ segir Kristjana þegar hún útskýrir hversu nánar vinkonur þær eru og hvernig vinskapurinn fer ekki framhjá neinum. „Sem er auðvitað ótrúlega dýrmætt því það að eignast svona góða vinkonu svona seint er ekkert endilega eitthvað sem maður býst við að gerist. Flestir vinir manns ná lengra aftur í tímann,“ segir Erla. Í markþjálfuninni árið2017 smullu þær hins vegar strax saman og svo vel vildi til að báðar fóru í meistaranám á sama tíma fljótlega á eftir. „Þá jókst samvera okkar enn meira og við grínuðumst einmitt oft með það hvað það yrði frábært að vinna saman!“ segir Kristjana og Erla kinkar brosandi kolli. Það er afar stutt í hláturinn og gleðina hjá þeim stöllum. Enda gera þær margt saman utan vinnu. Gönguskíði, gönguferðir, matarboð og fleira. „Mennirnir okkar eru orðnir góðir vinir líka sem er mjög skemmtilegt. Þeir eru reyndar alltaf að reyna að fá okkur til að tala minna um vinnuna,“ segir Erla og Kristjana bætir við: „Þá þeir reyna með því að jarðtengja okkur aðeins en síðan líður alltaf smá tími og þá heyrast þeir segja: Jæja, nú eru þær farnar af stað aftur…“ Því auðvitað gleyma þær sér oft og fara að tala um vinnuna aftur og aftur. Enda segja þær vinnustaðinn svo skemmtilegan þótt mörg verkefnanna séu krefjandi. Eiginmenn Erlu og Kristjönu eru fyrir löngu orðnir góðir vinir líka og þaulvanir því að þær gleymi sér að tala um vinnuna. Á mynd má sjá Erlu með eiginmanni sínum Gauta Þór Grétarssyni og Kristjönu með eiginmanni sínum Sævari Eysteinssyni. Að eiga vin í vinnunni Erla og Kristjana segjast sammála því sem niðurstöður kannana segja um margvísleg jákvæð áhrif þess að eiga góðan vin í vinnu. „Það veitir manni rosalega mikið öryggi að hafa vinkonu í vinnunni sem maður treystir 100%. Þegar að við byrjuðum að vinna saman þá var Covid og álagið alveg sérstaklega mikið. Að geta deilt með vinkonu sinni alls konar hugleiðingum og samtölum hefur verið ótrúlega gott. En í samtölunum okkar höfum við alltaf lagt mjög mikla áherslu á hreinskilni og eigum sem betur fer báðar mjög auðvelt með að vera mjög hreinskilnar við hvor aðra, og reyndar allaf. Sem endurspeglar líka hið fullkomna traust sem ríkir okkar á milli,“ segir Erla. Kristjana tekur undir með Erlu og bætir við: Í vinnunni erum við fyrst og fremst faglegar. En það er mjög góð tilfinning að geta alltaf rætt saman hreinskilnislega, vitandi að við getum treyst á hvor aðra. Auðvitað eigum við oft erfitt með að aðskilja vinnuna frá einkalífi þegar við erum ekki að vinna en erum saman sem vinkonur. En ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi.“ Í janúar árið 2022 tók Erla síðan við yfirmannastöðu mannauðs, færðist frá því að vera mannauðsráðgjafi í að vera mannauðsstjóri. Hefur það breytt einhverju að nú er önnur ykkar yfirmaður hinnar? „Nei það held ég ekki,“ segir Erla og bætir við: „Enda lít ég ekki á hlutverkið mitt beint sem yfirmann heldur frekar að ég beri ábyrgð sem stjórnandi en hlutverkið mitt sé að vera leiðtogi þar sem ég nálgast mitt samstarfsfólk á jafningjagrunni. Teymið okkar vinnur afar náið saman, við leggjum mikla áherslu á gagnkvæma virðingu og gleði og eflaust hjálpar það líka til að Kristjana er staðgengillinn minn þannig að gagnvart öðrum í teyminu er eðlilegt að við séum oft að vinna mjög náið saman.“ „Mér finnst það ekki hafa breytt neinu vinskapslega séð að Erla sé yfirmaður minn. Ef eitthvað er, myndi ég frekar telja að það væri meiri áskorun fyrir hana heldur en mig. Í vinnunni held ég líka að við séum ekkert að líta á okkur sérstaklega sem vinkonur, við erum faglegar í okkar störfum en svo heppnar að geta speglað okkur í hvor annarri, við erum svo líkar.“ Þá segir Erla mikilvægt að hafa í huga að í dag þýði stjórnendastarf ekki aðeins yfirmannastarf sem hefur einhvers konar boðvald yfir öðrum. Nútímastjórnun feli í sér að starfsfólk setji ekkert síður kröfur á sinn yfirmann heldur en yfirmaðurinn á starfsfólk. Erla og Kristjana segja mannauðsteymi SAk vinna mjög náið og vel saman, þar sé lögð áhersla á virðingu og gleði. Á hópmynd má sjá mannauðsteymi SAk sem samanstendur af Erlu, Kristjönu og Helguu Kristín Jónsdóttur og Þóru G. Þorsteinsdóttur. „Ég þráði að hitta hana…“ Erla og Kristjana segjast sannfærðar um að góður vinskapur í vinnu hafi ótrúlega marga góða kosti. Starfsánægja sé meiri, líðanin betri og tilhlökkun til vinnunnar. „Núna var Erla til dæmis að koma úr fríi og ég get alveg viðurkennt það að ég nánast þráði að hitta á hana þegar hún kom heim,“ segir Kristjana. Því eins og góðum vinkonum sæmir, er löngunin til samvista og samtals alltaf ríkulega til staðar. Að eiga góðan vin þýðir að maður á líka auðveldara með að þora að vera maður sjálfur. Og það er dýrmætt að geta verið það því þá þorir maður að vera berskjaldaður. Ég viðurkenni það alveg að hafa svo sem ekki spáð mikið í hversu jákvæð áhrif vinskapur í vinnu hefur, fyrr en ég kynnti mér niðurstöður könnunarinnar. En klárlega gerir það vinnuna skemmtilegri að eiga góðan vin í vinnunni,“ segir Erla og bætir við: „Þér finnst þú öruggari, getur rætt allt, ert alltaf viss um að hverju þú gengur, endurgjöfin er líka dýrmæthvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, þá færðu hana frá góðum vini. Sem er gott því traustið er til staðar og endurgjöf er alltaf gjöf.“ „Mér finnst það í rauninni valdeflandi og mjög uppbyggjandi að eiga góðan vin í vinnunni sem maður treystir vel. Þú átt þitt skjól og þorir að berskjalda þig. Vinskapur í vinnu er því svo dýrmætur á marga vegu,“ segir Kristjana og bætir hlæjandi við: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“
Mannauðsmál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Geðheilbrigði Heilsa Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Besti vinurinn stundum besti meðmælandi vinnustaðarins Bjarni Benediktsson verkefnastjóri og Daniel Kristinn Gunnarsson hönnunararkitekt starfa báðir hjá Advania. 15. mars 2023 07:01 Vinir í vinnunni: Einmanaleikaráðuneyti ekki stofnað af ástæðulausu Það getur skipt gífurlega miklu máli að eiga vin í vinnunni. Einmanaleiki er vaxandi vandamál. 2. mars 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Besti vinurinn stundum besti meðmælandi vinnustaðarins Bjarni Benediktsson verkefnastjóri og Daniel Kristinn Gunnarsson hönnunararkitekt starfa báðir hjá Advania. 15. mars 2023 07:01
Vinir í vinnunni: Einmanaleikaráðuneyti ekki stofnað af ástæðulausu Það getur skipt gífurlega miklu máli að eiga vin í vinnunni. Einmanaleiki er vaxandi vandamál. 2. mars 2023 07:00
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26
„Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00