„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 23:31 Klopp þurfti að játa sig sigraðan. Jose Breton/Getty Images Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. „Að vera 5-2 er augljóslega ekki frábært ef þú ætlar þér að komast áfram. Þú þarft að eiga einstaka frammistöðu og við gátum það ekki í kvöld. Real Madríd fékk betri færi og Alisson varði í tvígang meistaralega,“ sagði Klopp eftir leik. Inspired from Alisson #UCL pic.twitter.com/ywk4JhZSJy— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 15, 2023 „Rétta liðið fór áfram, við verðum að viðurkenna það. Útsláttarkeppnir eru svona, þetta er ekki það sem við vildum en það sem við fengum.“ „Þú þarft augnablik í leikjum sem þessum, hefðum við skorað í fyrri hálfleik hefði það mögulega kveikt einhvern neista. Þetta er þó allt bara ef og hefði. Þeir voru betra liðið í þremur hálfleikjum einvígisins og það er þannig sem þú kemst áfram,“ bætti Klopp við en Liverpool komst í 2-0 á Anfield áður en liðið tapaði 2-5. „Ef við hefðum náð í jafntefli á heimavelli og hefðum svo spilað eins og við gerðum í kvöld þá hefðum við líklega einnig fallið úr leik. Við getum ekki komið hingað og vonast til að fá eitthvað. Við undirbjuggum okkur fyrir einstaka frammistöðu en það gerðist ekki.“ Real Madríd er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter Milan, AC Milan, Bayern München og Benfica. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
„Að vera 5-2 er augljóslega ekki frábært ef þú ætlar þér að komast áfram. Þú þarft að eiga einstaka frammistöðu og við gátum það ekki í kvöld. Real Madríd fékk betri færi og Alisson varði í tvígang meistaralega,“ sagði Klopp eftir leik. Inspired from Alisson #UCL pic.twitter.com/ywk4JhZSJy— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 15, 2023 „Rétta liðið fór áfram, við verðum að viðurkenna það. Útsláttarkeppnir eru svona, þetta er ekki það sem við vildum en það sem við fengum.“ „Þú þarft augnablik í leikjum sem þessum, hefðum við skorað í fyrri hálfleik hefði það mögulega kveikt einhvern neista. Þetta er þó allt bara ef og hefði. Þeir voru betra liðið í þremur hálfleikjum einvígisins og það er þannig sem þú kemst áfram,“ bætti Klopp við en Liverpool komst í 2-0 á Anfield áður en liðið tapaði 2-5. „Ef við hefðum náð í jafntefli á heimavelli og hefðum svo spilað eins og við gerðum í kvöld þá hefðum við líklega einnig fallið úr leik. Við getum ekki komið hingað og vonast til að fá eitthvað. Við undirbjuggum okkur fyrir einstaka frammistöðu en það gerðist ekki.“ Real Madríd er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter Milan, AC Milan, Bayern München og Benfica.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira