Spiluðu kunnuglegt stef eftir að hafa slegið Liverpool út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 12:30 Klopp á hliðarlínunni í gærkvöld, miðvikudag. Jonathan Moscrop/Getty Images Real Madríd sló Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu á heimavelli sínum, Santiago Bernabéu, í gærkvöld. Í kjölfarið spilaði plötusnúður heimaliðsins „You´ll never walk alone.“ Lagið sem er spilað fyrir hvern einasta heimaleik Liverpool. Fyrir leik gærdagsins átti Liverpool erfitt verkefni fyrir höndum. Eftir að hafa tapað 2-5 á Anfield má segja að verkefnið hafi verið nær ógerlegt en Liverpool hefur áður komið til baka á undraverðan hátt í Meistaradeildinni. Slík endurkoma átti sér þó ekki stað í gær og skoraði Karim Benzema eina mark leiksins í 1-0 sigri Real sem vann þar með einvígið 6-2 samanlagt. Eftir leik, þegar leikmenn tókust í hendur og þökkuðu fyrir leikinn, þá ómaði YNWA í hátalarakerfinu. Af hverju? Við fyrstu sín mætti halda að Real væri að strá salti í sárin en liðið hefur slegið Liverpool reglulega út úr Meistaradeildinni á undanförnum árum og tvívegis orðið meistari eftir að leggja lærisveina Jürgen Klopp í úrslitum. Ástæðan fyrir að lagið var spilað er hins vegar sameiginleg virðingin sem ríkir á milli félaganna. Með því að spila lagið var Real að þakka Liverpool fyrir að sýna stuðning og virðingu í kjölfar andláts Amancio Amaro, heiðursforseta Real, í aðdraganda fyrri leiksins. Stuðningshópar beggja liða klöppuðu er lagið fór í gang sem merki um virðingu félaganna fyrir hvort öðru. Real Madrid played You'll Never Walk Alone after knocking Liverpool out the #UCL.It was part of a mark of respect and in response to Liverpool laying flowers in the first leg to pay tribute to Real Madrid honorary president Amancio Amaro, who recently passed away. pic.twitter.com/1k6QVd1fTZ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 15, 2023 Real Madríd er eins og áður sagði komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður á morgun. Ásamt Real verða Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter og AC Milan, Bayern München og Benfica í pottinum þegar dregið verður. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Fyrir leik gærdagsins átti Liverpool erfitt verkefni fyrir höndum. Eftir að hafa tapað 2-5 á Anfield má segja að verkefnið hafi verið nær ógerlegt en Liverpool hefur áður komið til baka á undraverðan hátt í Meistaradeildinni. Slík endurkoma átti sér þó ekki stað í gær og skoraði Karim Benzema eina mark leiksins í 1-0 sigri Real sem vann þar með einvígið 6-2 samanlagt. Eftir leik, þegar leikmenn tókust í hendur og þökkuðu fyrir leikinn, þá ómaði YNWA í hátalarakerfinu. Af hverju? Við fyrstu sín mætti halda að Real væri að strá salti í sárin en liðið hefur slegið Liverpool reglulega út úr Meistaradeildinni á undanförnum árum og tvívegis orðið meistari eftir að leggja lærisveina Jürgen Klopp í úrslitum. Ástæðan fyrir að lagið var spilað er hins vegar sameiginleg virðingin sem ríkir á milli félaganna. Með því að spila lagið var Real að þakka Liverpool fyrir að sýna stuðning og virðingu í kjölfar andláts Amancio Amaro, heiðursforseta Real, í aðdraganda fyrri leiksins. Stuðningshópar beggja liða klöppuðu er lagið fór í gang sem merki um virðingu félaganna fyrir hvort öðru. Real Madrid played You'll Never Walk Alone after knocking Liverpool out the #UCL.It was part of a mark of respect and in response to Liverpool laying flowers in the first leg to pay tribute to Real Madrid honorary president Amancio Amaro, who recently passed away. pic.twitter.com/1k6QVd1fTZ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 15, 2023 Real Madríd er eins og áður sagði komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður á morgun. Ásamt Real verða Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter og AC Milan, Bayern München og Benfica í pottinum þegar dregið verður.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31