Spiluðu kunnuglegt stef eftir að hafa slegið Liverpool út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 12:30 Klopp á hliðarlínunni í gærkvöld, miðvikudag. Jonathan Moscrop/Getty Images Real Madríd sló Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu á heimavelli sínum, Santiago Bernabéu, í gærkvöld. Í kjölfarið spilaði plötusnúður heimaliðsins „You´ll never walk alone.“ Lagið sem er spilað fyrir hvern einasta heimaleik Liverpool. Fyrir leik gærdagsins átti Liverpool erfitt verkefni fyrir höndum. Eftir að hafa tapað 2-5 á Anfield má segja að verkefnið hafi verið nær ógerlegt en Liverpool hefur áður komið til baka á undraverðan hátt í Meistaradeildinni. Slík endurkoma átti sér þó ekki stað í gær og skoraði Karim Benzema eina mark leiksins í 1-0 sigri Real sem vann þar með einvígið 6-2 samanlagt. Eftir leik, þegar leikmenn tókust í hendur og þökkuðu fyrir leikinn, þá ómaði YNWA í hátalarakerfinu. Af hverju? Við fyrstu sín mætti halda að Real væri að strá salti í sárin en liðið hefur slegið Liverpool reglulega út úr Meistaradeildinni á undanförnum árum og tvívegis orðið meistari eftir að leggja lærisveina Jürgen Klopp í úrslitum. Ástæðan fyrir að lagið var spilað er hins vegar sameiginleg virðingin sem ríkir á milli félaganna. Með því að spila lagið var Real að þakka Liverpool fyrir að sýna stuðning og virðingu í kjölfar andláts Amancio Amaro, heiðursforseta Real, í aðdraganda fyrri leiksins. Stuðningshópar beggja liða klöppuðu er lagið fór í gang sem merki um virðingu félaganna fyrir hvort öðru. Real Madrid played You'll Never Walk Alone after knocking Liverpool out the #UCL.It was part of a mark of respect and in response to Liverpool laying flowers in the first leg to pay tribute to Real Madrid honorary president Amancio Amaro, who recently passed away. pic.twitter.com/1k6QVd1fTZ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 15, 2023 Real Madríd er eins og áður sagði komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður á morgun. Ásamt Real verða Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter og AC Milan, Bayern München og Benfica í pottinum þegar dregið verður. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
Fyrir leik gærdagsins átti Liverpool erfitt verkefni fyrir höndum. Eftir að hafa tapað 2-5 á Anfield má segja að verkefnið hafi verið nær ógerlegt en Liverpool hefur áður komið til baka á undraverðan hátt í Meistaradeildinni. Slík endurkoma átti sér þó ekki stað í gær og skoraði Karim Benzema eina mark leiksins í 1-0 sigri Real sem vann þar með einvígið 6-2 samanlagt. Eftir leik, þegar leikmenn tókust í hendur og þökkuðu fyrir leikinn, þá ómaði YNWA í hátalarakerfinu. Af hverju? Við fyrstu sín mætti halda að Real væri að strá salti í sárin en liðið hefur slegið Liverpool reglulega út úr Meistaradeildinni á undanförnum árum og tvívegis orðið meistari eftir að leggja lærisveina Jürgen Klopp í úrslitum. Ástæðan fyrir að lagið var spilað er hins vegar sameiginleg virðingin sem ríkir á milli félaganna. Með því að spila lagið var Real að þakka Liverpool fyrir að sýna stuðning og virðingu í kjölfar andláts Amancio Amaro, heiðursforseta Real, í aðdraganda fyrri leiksins. Stuðningshópar beggja liða klöppuðu er lagið fór í gang sem merki um virðingu félaganna fyrir hvort öðru. Real Madrid played You'll Never Walk Alone after knocking Liverpool out the #UCL.It was part of a mark of respect and in response to Liverpool laying flowers in the first leg to pay tribute to Real Madrid honorary president Amancio Amaro, who recently passed away. pic.twitter.com/1k6QVd1fTZ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 15, 2023 Real Madríd er eins og áður sagði komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður á morgun. Ásamt Real verða Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter og AC Milan, Bayern München og Benfica í pottinum þegar dregið verður.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn