Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2023 13:54 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra við undirritun samningsins í morgun. Stjr Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. Frá þessu segir á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Þar segir að samræmd móttaka flóttafólks nái til fólks sem fengið hafi alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið sé að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það komi og í hvaða sveitarfélagi það setjist að. Um er að ræða áttunda samninginn sem undirritaður sé síðan í nóvember um samræmda móttöku flóttafólks. Auk Mosfellsbæjar hafi Reykjavík skrifað undir samning, Árborg, Akureyri, Reykjanesbær, Hornafjörður, Hafnarfjörður og Múlaþing. Haft er eftir Guðmundi Inga að hann fagni því að Mosfellsbær bætist í sístækkandi hóp sveitarfélaga sem undirriti samninga um samræmda móttöku flóttafólks. „Það er dýrmætt að fá Mosfellsbæ inn í þetta mikilvæga verkefni. Ég óska sveitarfélaginu til hamingju um leið og ég óska nýjum íbúum bæjarins velfarnaðar.“ Þá er haft eftir Regínu að þau hjá Mosfellsbæ fagni samkomulaginu þar sem það setji skýran ramma utan um þá þjónustu sem sveitarfélagið veiti flóttafólki. „Það er mikilvægt að sýna samfélagslega ábyrgð og taka vel á móti fólki á flótta,“ segir Regína. Flóttafólk á Íslandi Mosfellsbær Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Frá þessu segir á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Þar segir að samræmd móttaka flóttafólks nái til fólks sem fengið hafi alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið sé að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það komi og í hvaða sveitarfélagi það setjist að. Um er að ræða áttunda samninginn sem undirritaður sé síðan í nóvember um samræmda móttöku flóttafólks. Auk Mosfellsbæjar hafi Reykjavík skrifað undir samning, Árborg, Akureyri, Reykjanesbær, Hornafjörður, Hafnarfjörður og Múlaþing. Haft er eftir Guðmundi Inga að hann fagni því að Mosfellsbær bætist í sístækkandi hóp sveitarfélaga sem undirriti samninga um samræmda móttöku flóttafólks. „Það er dýrmætt að fá Mosfellsbæ inn í þetta mikilvæga verkefni. Ég óska sveitarfélaginu til hamingju um leið og ég óska nýjum íbúum bæjarins velfarnaðar.“ Þá er haft eftir Regínu að þau hjá Mosfellsbæ fagni samkomulaginu þar sem það setji skýran ramma utan um þá þjónustu sem sveitarfélagið veiti flóttafólki. „Það er mikilvægt að sýna samfélagslega ábyrgð og taka vel á móti fólki á flótta,“ segir Regína.
Flóttafólk á Íslandi Mosfellsbær Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira