Trommarinn sem myrti móður sína látinn Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 15:04 Jim Gordon var 77 ára gamall þegar hann lést. Getty/Estate Of Keith Morris Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta. Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta.
Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira